Hong Kong á barmi upplausnar Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Mótmælendur kveiktu elda í Hong Kong í gær. Nordicphotos/Getty Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59
Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30