Baha Abu Al-Ata, leiðtogi samtakanna Heilags stríð í Palestínu (e. PIJ, Palestinian Islamic Jihad), var drepinn í ísraelskri loftárás í nótt ásamt konu sinni. Ísraelar fullyrða að Al-Ata hafi verið tifandi tímasprengja sem hafi skipulagt yfirvofandi hryðjuverkaárásir á Ísrael.
Skömmu eftir árásina hófust eldflaugaskot frá Gasa sem lentu í suðurhluta Ísrael en engar fregnir hafa borist af tjóni af þeirra völdum.
PIJ samtökin eru studd af Írönum og eru þau næststærsti hópur vígamanna á Gasa-svæðinu á eftir Hamas samtökunum.
#BREAKING: Video of the moment a rocket launched from Gaza hit next to Gan Yevne, Israel pic.twitter.com/W6VEYULY3B
— Amichai Stein (@AmichaiStein1) November 12, 2019