Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 13:30 Lev Parnas var handtekinn í október og ákærður fyrir ólögleg kosningaframlög. Hann er nú sagður ætla að veita rannsókn þingsins á Trump upplýsingar. AP/Mark Lennihan Annar samstarfsmanna Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem var handtekinn í október fullyrðir að hann hafi flutt úkraínskum stjórnmálamönnum skilaboð um að þeir yrðu að tilkynna um rannsóknir á pólitískum andstæðingum Trump ef þeir vildu fá hernaðaraðstoð frá Bandaríkjastjórn. Giuliani og annar samstarfsmaður hans neita því. Lev Parnas er bandarískur kaupsýslumaður, ættaður frá Úkraínu, sem var handtekinn ásamt samstarfsmanni sínum, Igor Fruman, í síðasta mánuðu. Þeir eru grunaðir um ólögleg kosningaframlög og unnu báðir með Giuliani að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um Demókrataflokkinn og Úkraínu. Nú er Parnas sagður ætla að tjá yfirvöldum að áður en Volodýmýr Zelenskíj tók við sem forseti Úkraínu í maí hafi hann ferðast til Kænugarðs og tjáð fulltrúum Zelenskíj að Mike Pence varaforseti yrði ekki viðstaddur embættistöku úkraínska forsetaefnisins og að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna yrði fryst ef þeir tilkynntu ekki um rannsókn sem Giuliani og Trump sóttust eftir. Parnas ætlar að bera vitni fyrir nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka hvort Trump forseti hafi misnotað vald sitt þegar hann og Giuliani þrýstu á úkraínsk stjórnvöld um pólitískan greiða í skiptum fyrir hernaðaraðstoð og fundi.Sjá einnig:Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillinguNew York Times segir að engin sem að málinu kemur þræti fyrir að fundurinn sem Parnas lýsir hafi átt sér stað en hann sé sá eini sem fullyrði að þar hafi hann sett Úkraínumönnunum afarkosti. Þannig segir Fruman, sem sat fundinn umrædda, að þeir hafi aldrei vakið máls á hernaðaraðstoðinni eða hvort Pence varaforseti yrði viðstaddur embættistöku Zelenskíj. Pence var á endanum ekki viðstaddur embættistöku Zelenskíj. Giuliani hafnar því einnig að hafa skipað Parnas að flytja verðandi stjórnvöldum í Kænugarði þessi skilaboð. „Ég sagði honum afdráttarlaust ekki að segja þetta,“ segir Giuliani.Igor Fruman vann með Parnas og Giuliani að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Á sama tíma virðast þeir Parnas hafa reynt að maka krókinn í Úkraínu.Vísir/EPANotuðu hernaðaraðstoð og fundi sem skiptimynt Rannsókn Bandaríkjaþings að samskiptum Trump forseta við Úkraínu hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar kvartaði formlega undan því að forsetinn hefði misbeitt valdi sínu í samskiptum við erlendan þjóðarleiðtoga. Lykilatriðin í frásögn uppljóstrarans hafa síðan verið staðfest í framburði núverandi og fyrrverandi embættismanna í ríkisstjórn Trump og í minnisblaði um símtal Trump og Zelenskíj sem Hvíta húsið birti sjálft. Vitni hafa lýst því að Giuliani hafi rekið skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem gekk út á að fá stjórnvöld þar til að rannsaka Biden og son hans Hunter, ásamt löngu hrakinni samsæriskenningu um að Úkraínumenn hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Sendifulltrúar Trump báru úkraínskum stjórnvöldum þannig þau skilaboð að þau þyrftu að tilkynna opinberlega um slíka rannsókn áður en Trump féllist á að funda með Zelenskíj og afhenda tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt. Trump stöðvaði afgreiðslu hernaðaraðstoðarinnar í júlí og var hún ekki greidd út fyrr en um miðjan september eftir að bandarískir þingmenn úr báðum flokkum voru farnir að grennslast fyrir um afdrif hennar. Í símtali þeirra Zelenskíj í júlí þrýsti Trump ítrekað á úkraínska starfsbróður sinn að rannsaka Biden og demókrata. Í minnisblaði Hvíta hússins kom ekki fram að Trump hefði nefnt hernaðaraðstoðina.Giuliani hefur undanfarin misseri reynt að afla skaðlegra upplýsinga um mögulegan mótframbjóðanda Trump í Úkraínu. Trump virðist hafa treyst honum fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu að miklu leyti á meðan.AP/Andrew HarnikTöldu Parnas og Fruman ekki fulltrúa stjórnvalda Fundurinn sem Parnas lýsir fór fram í maí eftir að þeir Giuliani höfðu skipulagt ferð þangað til að þrýsta á rannsókn á Biden og demókrötum. New York Times segir að Giuliani hafi hætt við ferðina á síðustu stundu. Þess í stað funduðu þeir Parnas og Fruman með Sergei Sjefír, einum nánasta ráðgjafa Zelenskíj, skömmu fyrir embættistöku Zelenskíj 20. maí. Lögmaður Parnas segir að tvímenningarnir hafi flutt Sjefír boðin að fyrirmælum Giuliani sem Parnas taldi vinna í umboði Trump forseta. Lögmaður Fruman fullyrðir á móti að þeir hafi aðeins sóst eftir fundi með Zelenskíj. Ekki hafi verið minnst á nein skilyrði, hernaðaraðstoð eða nokkuð annað. Sjefír staðfestir að hann hafi fundað með Parnas og Fruman en að þeir hafi ekki nefnt hernaðaraðstoðina. Þeir hafi falast eftir fundi með forsetaefninu. Hann hafi greint Zelenskíj frá efni fundarins. „Við tókum herra Parnas og herra Fruman ekki sem opinberum fulltrúum og töldum þess vegna ekki að þeir gætu talað fyrir hönd bandarískra stjórnvalda,“ sagði Sjefír í yfirlýsingu. Alríkissaksóknarar í New York rannsaka nú hvort Giuliani hafi unnið sem erindreki erlends ríkis í Bandaríkjunum án þess að gefa það upp. Giuliani hefur neitað allri sök og sagst hafa unnið í umboði Trump forseta. Parnas og Fruman eru ákærðir fyrir að þvætta fé frá rússneskum auðkýfingi sem var gefið til repúblikana og ólögleg framlög til pólitískrar aðgerðanefndar sem styður Trump forseta í tengslum við herferð til að grafa undan Marie Yovanovitch, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Trump kallaði Yovanovitch heim í maí eftir það sem hún og aðrir embættismenn hafa lýst sem ófrægingarherferð Giuliani og félaga gegn henni. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Annar samstarfsmanna Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem var handtekinn í október fullyrðir að hann hafi flutt úkraínskum stjórnmálamönnum skilaboð um að þeir yrðu að tilkynna um rannsóknir á pólitískum andstæðingum Trump ef þeir vildu fá hernaðaraðstoð frá Bandaríkjastjórn. Giuliani og annar samstarfsmaður hans neita því. Lev Parnas er bandarískur kaupsýslumaður, ættaður frá Úkraínu, sem var handtekinn ásamt samstarfsmanni sínum, Igor Fruman, í síðasta mánuðu. Þeir eru grunaðir um ólögleg kosningaframlög og unnu báðir með Giuliani að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um Demókrataflokkinn og Úkraínu. Nú er Parnas sagður ætla að tjá yfirvöldum að áður en Volodýmýr Zelenskíj tók við sem forseti Úkraínu í maí hafi hann ferðast til Kænugarðs og tjáð fulltrúum Zelenskíj að Mike Pence varaforseti yrði ekki viðstaddur embættistöku úkraínska forsetaefnisins og að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna yrði fryst ef þeir tilkynntu ekki um rannsókn sem Giuliani og Trump sóttust eftir. Parnas ætlar að bera vitni fyrir nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka hvort Trump forseti hafi misnotað vald sitt þegar hann og Giuliani þrýstu á úkraínsk stjórnvöld um pólitískan greiða í skiptum fyrir hernaðaraðstoð og fundi.Sjá einnig:Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillinguNew York Times segir að engin sem að málinu kemur þræti fyrir að fundurinn sem Parnas lýsir hafi átt sér stað en hann sé sá eini sem fullyrði að þar hafi hann sett Úkraínumönnunum afarkosti. Þannig segir Fruman, sem sat fundinn umrædda, að þeir hafi aldrei vakið máls á hernaðaraðstoðinni eða hvort Pence varaforseti yrði viðstaddur embættistöku Zelenskíj. Pence var á endanum ekki viðstaddur embættistöku Zelenskíj. Giuliani hafnar því einnig að hafa skipað Parnas að flytja verðandi stjórnvöldum í Kænugarði þessi skilaboð. „Ég sagði honum afdráttarlaust ekki að segja þetta,“ segir Giuliani.Igor Fruman vann með Parnas og Giuliani að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Á sama tíma virðast þeir Parnas hafa reynt að maka krókinn í Úkraínu.Vísir/EPANotuðu hernaðaraðstoð og fundi sem skiptimynt Rannsókn Bandaríkjaþings að samskiptum Trump forseta við Úkraínu hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar kvartaði formlega undan því að forsetinn hefði misbeitt valdi sínu í samskiptum við erlendan þjóðarleiðtoga. Lykilatriðin í frásögn uppljóstrarans hafa síðan verið staðfest í framburði núverandi og fyrrverandi embættismanna í ríkisstjórn Trump og í minnisblaði um símtal Trump og Zelenskíj sem Hvíta húsið birti sjálft. Vitni hafa lýst því að Giuliani hafi rekið skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem gekk út á að fá stjórnvöld þar til að rannsaka Biden og son hans Hunter, ásamt löngu hrakinni samsæriskenningu um að Úkraínumenn hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Sendifulltrúar Trump báru úkraínskum stjórnvöldum þannig þau skilaboð að þau þyrftu að tilkynna opinberlega um slíka rannsókn áður en Trump féllist á að funda með Zelenskíj og afhenda tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt. Trump stöðvaði afgreiðslu hernaðaraðstoðarinnar í júlí og var hún ekki greidd út fyrr en um miðjan september eftir að bandarískir þingmenn úr báðum flokkum voru farnir að grennslast fyrir um afdrif hennar. Í símtali þeirra Zelenskíj í júlí þrýsti Trump ítrekað á úkraínska starfsbróður sinn að rannsaka Biden og demókrata. Í minnisblaði Hvíta hússins kom ekki fram að Trump hefði nefnt hernaðaraðstoðina.Giuliani hefur undanfarin misseri reynt að afla skaðlegra upplýsinga um mögulegan mótframbjóðanda Trump í Úkraínu. Trump virðist hafa treyst honum fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu að miklu leyti á meðan.AP/Andrew HarnikTöldu Parnas og Fruman ekki fulltrúa stjórnvalda Fundurinn sem Parnas lýsir fór fram í maí eftir að þeir Giuliani höfðu skipulagt ferð þangað til að þrýsta á rannsókn á Biden og demókrötum. New York Times segir að Giuliani hafi hætt við ferðina á síðustu stundu. Þess í stað funduðu þeir Parnas og Fruman með Sergei Sjefír, einum nánasta ráðgjafa Zelenskíj, skömmu fyrir embættistöku Zelenskíj 20. maí. Lögmaður Parnas segir að tvímenningarnir hafi flutt Sjefír boðin að fyrirmælum Giuliani sem Parnas taldi vinna í umboði Trump forseta. Lögmaður Fruman fullyrðir á móti að þeir hafi aðeins sóst eftir fundi með Zelenskíj. Ekki hafi verið minnst á nein skilyrði, hernaðaraðstoð eða nokkuð annað. Sjefír staðfestir að hann hafi fundað með Parnas og Fruman en að þeir hafi ekki nefnt hernaðaraðstoðina. Þeir hafi falast eftir fundi með forsetaefninu. Hann hafi greint Zelenskíj frá efni fundarins. „Við tókum herra Parnas og herra Fruman ekki sem opinberum fulltrúum og töldum þess vegna ekki að þeir gætu talað fyrir hönd bandarískra stjórnvalda,“ sagði Sjefír í yfirlýsingu. Alríkissaksóknarar í New York rannsaka nú hvort Giuliani hafi unnið sem erindreki erlends ríkis í Bandaríkjunum án þess að gefa það upp. Giuliani hefur neitað allri sök og sagst hafa unnið í umboði Trump forseta. Parnas og Fruman eru ákærðir fyrir að þvætta fé frá rússneskum auðkýfingi sem var gefið til repúblikana og ólögleg framlög til pólitískrar aðgerðanefndar sem styður Trump forseta í tengslum við herferð til að grafa undan Marie Yovanovitch, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Trump kallaði Yovanovitch heim í maí eftir það sem hún og aðrir embættismenn hafa lýst sem ófrægingarherferð Giuliani og félaga gegn henni.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15