Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2019 11:28 Skýrslan hefur verið til umfjöllunar hjá ráðuneytinu og hjá RÚV, en þeir sem eru til skoðunar hjá ríkisendurskoðanda hafa andmælarétt. Stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda á Ríkisútvarpinu ohf. er væntanleg seinna í vikunni. Það er, þá verður hún send til Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu búast menn við heldur dökkri skýrslu en hún tekur til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. „Vinnu við hana lýkur seinnipart þessarar viku og þá verður hún send til Alþingis. Hún verður ekki birt opinberlega fyrr en Alþingi er búið að fjalla um hana,“ segir Skúli Eggert Þórðarson Ríkisendurskoðandi í samtali við Vísi. Skúli segist ekki vera með það nákvæmlega á takteinum hvenær skýrslan var send til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins til umsagnar, það var fyrir tveimur til þremur vikum. „Það er búið að ganga frá svörum og við erum að vinna úr þeim. Þetta er á lokastigi,“ segir Skúli.Eins og fram hefur komið er búist við dökkri skýrslu í því sem snýr að starfsemi stofnunarinnar á markaði en þó varla nokkuð sem heita má verulega ámælisvert í ljósi þess að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skipaði Magnús Geir Þórðarson, þá útvarpsstjóra, þjóðleikhússtjóra fyrir rúmlega viku. En Lilja þekkir, samkvæmt ferlinu, efni skýrslunnar. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15 RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda á Ríkisútvarpinu ohf. er væntanleg seinna í vikunni. Það er, þá verður hún send til Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu búast menn við heldur dökkri skýrslu en hún tekur til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs stofnunarinnar. „Vinnu við hana lýkur seinnipart þessarar viku og þá verður hún send til Alþingis. Hún verður ekki birt opinberlega fyrr en Alþingi er búið að fjalla um hana,“ segir Skúli Eggert Þórðarson Ríkisendurskoðandi í samtali við Vísi. Skúli segist ekki vera með það nákvæmlega á takteinum hvenær skýrslan var send til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins til umsagnar, það var fyrir tveimur til þremur vikum. „Það er búið að ganga frá svörum og við erum að vinna úr þeim. Þetta er á lokastigi,“ segir Skúli.Eins og fram hefur komið er búist við dökkri skýrslu í því sem snýr að starfsemi stofnunarinnar á markaði en þó varla nokkuð sem heita má verulega ámælisvert í ljósi þess að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skipaði Magnús Geir Þórðarson, þá útvarpsstjóra, þjóðleikhússtjóra fyrir rúmlega viku. En Lilja þekkir, samkvæmt ferlinu, efni skýrslunnar.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15 RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15
RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. 20. júní 2018 18:30