Fyrirliði Shakhtar rekinn út af fyrir að bregðast við rasisma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2019 10:30 Taison varð fyrir barðinu á kynþáttaníði í gær. vísir/getty Taison, fyrirliði Shakhtar Donetsk, var rekinn af velli í 1-0 sigri liðsins á Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær fyrir að bregðast við kynþáttaníði stuðningsmanna gestanna. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af Taison sem fékk á endanum nóg. Hann sýndi stuðningsmönnum Dynamo fingurinn og sparkaði boltanum svo í átt að þeim.Horrible scenes in Ukraine Shakhtar’s Taison in tears after being sent off for reacting to racist abuse. He kicked the ball into the crowd after sick chants from Dynamo Kiev fans. pic.twitter.com/looOPu7SY1 — talkSPORT (@talkSPORT) November 10, 2019 Dómarinn stöðvaði leikinn á 77. mínútu. Þegar hann hófst fimm mínútum síðar var Taison rekinn af velli. Hinn brasilíski Taison og landi hans, Dentinho, urðu báðir fyrir barðinu á stuðningsmönnum Dynamo og gengu grátandi af velli. „Ég styð alla sem verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Allar birtingarmyndir rasisma eru óásættanlegar. Þetta var, og er alltaf, öllum til skammar. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn rasisma, hverja einustu mínútu, hverja einustu sekúndu,“ sagði Luís Castro, knattspyrnustjóri Shakhtar, eftir leikinn í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Dynamo gerast sekir um rasisma. Fyrir fjórum árum þurfti liðið að spila tvo Evrópuleiki fyrir luktum dyrum eftir að ráðist var á fjóra þeldökka áhorfendur á heimavelli liðsins í leik gegn Chelsea. Í yfirlýsingu frá Dynamo í gær kom fram að félagið ætlaði að leggja rannsókn málsins lið og refsa þeim seku. Taison, sem er 31 árs, hefur leikið með Shakhtar síðan 2013. Hann hefur fimm sinnum orðið úkraínskur meistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu. Fótbolti Úkraína Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Taison, fyrirliði Shakhtar Donetsk, var rekinn af velli í 1-0 sigri liðsins á Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær fyrir að bregðast við kynþáttaníði stuðningsmanna gestanna. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af Taison sem fékk á endanum nóg. Hann sýndi stuðningsmönnum Dynamo fingurinn og sparkaði boltanum svo í átt að þeim.Horrible scenes in Ukraine Shakhtar’s Taison in tears after being sent off for reacting to racist abuse. He kicked the ball into the crowd after sick chants from Dynamo Kiev fans. pic.twitter.com/looOPu7SY1 — talkSPORT (@talkSPORT) November 10, 2019 Dómarinn stöðvaði leikinn á 77. mínútu. Þegar hann hófst fimm mínútum síðar var Taison rekinn af velli. Hinn brasilíski Taison og landi hans, Dentinho, urðu báðir fyrir barðinu á stuðningsmönnum Dynamo og gengu grátandi af velli. „Ég styð alla sem verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Allar birtingarmyndir rasisma eru óásættanlegar. Þetta var, og er alltaf, öllum til skammar. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn rasisma, hverja einustu mínútu, hverja einustu sekúndu,“ sagði Luís Castro, knattspyrnustjóri Shakhtar, eftir leikinn í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Dynamo gerast sekir um rasisma. Fyrir fjórum árum þurfti liðið að spila tvo Evrópuleiki fyrir luktum dyrum eftir að ráðist var á fjóra þeldökka áhorfendur á heimavelli liðsins í leik gegn Chelsea. Í yfirlýsingu frá Dynamo í gær kom fram að félagið ætlaði að leggja rannsókn málsins lið og refsa þeim seku. Taison, sem er 31 árs, hefur leikið með Shakhtar síðan 2013. Hann hefur fimm sinnum orðið úkraínskur meistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu.
Fótbolti Úkraína Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira