Þegar Engin(n) stóð í marki Tyrkja Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 13:30 Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson sem eru hér með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, skoruðu samanlagt sex sinnum framhjá Engin Ipekoglu í landsleik. vísir/Eyþór Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Sjá meira