Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Björn Þorfinnsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Ummæli aðkeypts mannauðsráðgjafa um starfsmenn vinnuvéladeildar ollu mikilli reiði. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15
Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30