Hélt fast í Íslendinginn á árunum sem fatahönnuður í París Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 11:00 Vala Matt hitti á Helgu Björnsson í Íslandi í dag á föstudaginn. Ísland í dag Helga Björnsson lærði myndlist og fata- og búningahönnun í París og starfaði í kjölfarið um áraraðir sem fatahönnuður fyrir heimsþekkt tískuhús. Helga bjó lengst af erlendis en fluttist til heimalandsins fyrir nokkrum árum. Helga sagði Völu Matt sögu sína í Íslandi í dag á föstudaginn. Helga var þó ekki eini viðmælandinn því Gígja dóttir hennar ræddi einnig við Völu. Gígja hefur nýverið opnað Kattakaffihúsið í miðbænum ásamt vinkonu sinni. Faðir Helgu, Henrik Sv. Björnsson starfaði innan utanríkisþjónustunnar og flutti fjölskyldan til Lundúna þegar Helga var 13 ára gömul. Fimm árum síðar fluttist fjölskyldan til Parísar. Þar bjó Helga til ársins 2011. Tískubransinn kallaði í höfuðborg tískunnar en Helga hafði ekki áhuga á að gerast fyrirsæta, þrátt fyrir að það hafi staðið til boða. „Það var bara ekki mitt. Mér fannst skemmtilegra að vera á bak við að hanna. Ég hafði mikinn áhuga á tísku og sköpun og ég er svo heppin að kynnast Louis Feraud af algjörri tilviljun þegar ég er að klára skólann,“ segir Helga. Helga hóf störf hjá Feraud sem lærlingur og vann í fyrstu launalaust í sex mánuði. Feraud var heimsfrægur hönnuður og segir Helga að margt eftirminnilegt hafi gerst á árum hennar með Feraud, jafnvel þó að á þeim tíma hafi henni þótt það eðlilegt.Helga starfaði um áraraðir fyrir Louis Feraud.Stöð2„Það voru sýningar og allskonar boð. Maður var að hitta allskonar frægt fólk. Á þeim tíma fylgdi þetta bara starfinu,“ segir Helga. Á meðal þeirra fyrirsæta sem tóku þátt í sýningum þar sem verk Helgu fengu að láta ljós sitt skína voru þær Cindy Crawford og Linda Evangelista. „Þetta var alltaf mjög skemmtilegt, að sjá þessar heimsfrægu, rosa flottu fyrirsætur í einhverju sem maður hafði hannað. Æðislega gaman,“ segir Helga. Það voru þó ekki bara fyrirsæturnar sem klæddust fatnaði Helgu og Louis Feraud því Díana prinsessa klæddist reglulega fatnaðinum og virtist líka vel. Ferill Helgu náði því miklum hæðum í París en hún segist aldrei hafa þurft að fórna ástinni til að ná frekari frama en hún hafi frekar valið að halda áfram vinnunni og sköpuninni en að festa sig í hjónaband. Þá segir Helga að á árum hennar í París hafi hún alltaf haldið fast í Íslendinginn. Þegar til Íslands var komið hafi hún þó meira fundið fyrir þeim áhrifum sem París hafði haft á hana. Helga hefur undanfarið hannað fyrir sig sjálfa auk þess að hún hefur hannað fyrir sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þá er fyrirhuguð sýning verka eftir Helgu á kaffihúsi dóttur hennar, Gígju Björnsson, sem rekur Kattakaffihúsið í miðbænum.Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti.Fréttablaðið/ValliKattakaffihúsið er það fyrsta af sínu tagi hér á landi og byggir á erlendri fyrirmynd. Kaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti en Gígja segir hugmyndina hafa sprottið upp eftir að köttur Gígja gerði sig heimakominn heima hjá Ragnheiði vinkonu hennar. Skömmu seinna hafi þær tekið eftir því að kattakaffihús séu til erlendis. Allir kettirnir eru geldir og ormahreinsaðir og koma flestir frá einstaklingum sem ekki gátu átt þá lengi og eru þeir allir að leita að nýju heimili. „Þegar maður elskar ketti vill maður gefa öllum kisum heimili,“ segir Gígja Björnsson. Ísland í dag Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Helga Björnsson lærði myndlist og fata- og búningahönnun í París og starfaði í kjölfarið um áraraðir sem fatahönnuður fyrir heimsþekkt tískuhús. Helga bjó lengst af erlendis en fluttist til heimalandsins fyrir nokkrum árum. Helga sagði Völu Matt sögu sína í Íslandi í dag á föstudaginn. Helga var þó ekki eini viðmælandinn því Gígja dóttir hennar ræddi einnig við Völu. Gígja hefur nýverið opnað Kattakaffihúsið í miðbænum ásamt vinkonu sinni. Faðir Helgu, Henrik Sv. Björnsson starfaði innan utanríkisþjónustunnar og flutti fjölskyldan til Lundúna þegar Helga var 13 ára gömul. Fimm árum síðar fluttist fjölskyldan til Parísar. Þar bjó Helga til ársins 2011. Tískubransinn kallaði í höfuðborg tískunnar en Helga hafði ekki áhuga á að gerast fyrirsæta, þrátt fyrir að það hafi staðið til boða. „Það var bara ekki mitt. Mér fannst skemmtilegra að vera á bak við að hanna. Ég hafði mikinn áhuga á tísku og sköpun og ég er svo heppin að kynnast Louis Feraud af algjörri tilviljun þegar ég er að klára skólann,“ segir Helga. Helga hóf störf hjá Feraud sem lærlingur og vann í fyrstu launalaust í sex mánuði. Feraud var heimsfrægur hönnuður og segir Helga að margt eftirminnilegt hafi gerst á árum hennar með Feraud, jafnvel þó að á þeim tíma hafi henni þótt það eðlilegt.Helga starfaði um áraraðir fyrir Louis Feraud.Stöð2„Það voru sýningar og allskonar boð. Maður var að hitta allskonar frægt fólk. Á þeim tíma fylgdi þetta bara starfinu,“ segir Helga. Á meðal þeirra fyrirsæta sem tóku þátt í sýningum þar sem verk Helgu fengu að láta ljós sitt skína voru þær Cindy Crawford og Linda Evangelista. „Þetta var alltaf mjög skemmtilegt, að sjá þessar heimsfrægu, rosa flottu fyrirsætur í einhverju sem maður hafði hannað. Æðislega gaman,“ segir Helga. Það voru þó ekki bara fyrirsæturnar sem klæddust fatnaði Helgu og Louis Feraud því Díana prinsessa klæddist reglulega fatnaðinum og virtist líka vel. Ferill Helgu náði því miklum hæðum í París en hún segist aldrei hafa þurft að fórna ástinni til að ná frekari frama en hún hafi frekar valið að halda áfram vinnunni og sköpuninni en að festa sig í hjónaband. Þá segir Helga að á árum hennar í París hafi hún alltaf haldið fast í Íslendinginn. Þegar til Íslands var komið hafi hún þó meira fundið fyrir þeim áhrifum sem París hafði haft á hana. Helga hefur undanfarið hannað fyrir sig sjálfa auk þess að hún hefur hannað fyrir sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þá er fyrirhuguð sýning verka eftir Helgu á kaffihúsi dóttur hennar, Gígju Björnsson, sem rekur Kattakaffihúsið í miðbænum.Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti.Fréttablaðið/ValliKattakaffihúsið er það fyrsta af sínu tagi hér á landi og byggir á erlendri fyrirmynd. Kaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti en Gígja segir hugmyndina hafa sprottið upp eftir að köttur Gígja gerði sig heimakominn heima hjá Ragnheiði vinkonu hennar. Skömmu seinna hafi þær tekið eftir því að kattakaffihús séu til erlendis. Allir kettirnir eru geldir og ormahreinsaðir og koma flestir frá einstaklingum sem ekki gátu átt þá lengi og eru þeir allir að leita að nýju heimili. „Þegar maður elskar ketti vill maður gefa öllum kisum heimili,“ segir Gígja Björnsson.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15
Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00