Hélt fast í Íslendinginn á árunum sem fatahönnuður í París Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 11:00 Vala Matt hitti á Helgu Björnsson í Íslandi í dag á föstudaginn. Ísland í dag Helga Björnsson lærði myndlist og fata- og búningahönnun í París og starfaði í kjölfarið um áraraðir sem fatahönnuður fyrir heimsþekkt tískuhús. Helga bjó lengst af erlendis en fluttist til heimalandsins fyrir nokkrum árum. Helga sagði Völu Matt sögu sína í Íslandi í dag á föstudaginn. Helga var þó ekki eini viðmælandinn því Gígja dóttir hennar ræddi einnig við Völu. Gígja hefur nýverið opnað Kattakaffihúsið í miðbænum ásamt vinkonu sinni. Faðir Helgu, Henrik Sv. Björnsson starfaði innan utanríkisþjónustunnar og flutti fjölskyldan til Lundúna þegar Helga var 13 ára gömul. Fimm árum síðar fluttist fjölskyldan til Parísar. Þar bjó Helga til ársins 2011. Tískubransinn kallaði í höfuðborg tískunnar en Helga hafði ekki áhuga á að gerast fyrirsæta, þrátt fyrir að það hafi staðið til boða. „Það var bara ekki mitt. Mér fannst skemmtilegra að vera á bak við að hanna. Ég hafði mikinn áhuga á tísku og sköpun og ég er svo heppin að kynnast Louis Feraud af algjörri tilviljun þegar ég er að klára skólann,“ segir Helga. Helga hóf störf hjá Feraud sem lærlingur og vann í fyrstu launalaust í sex mánuði. Feraud var heimsfrægur hönnuður og segir Helga að margt eftirminnilegt hafi gerst á árum hennar með Feraud, jafnvel þó að á þeim tíma hafi henni þótt það eðlilegt.Helga starfaði um áraraðir fyrir Louis Feraud.Stöð2„Það voru sýningar og allskonar boð. Maður var að hitta allskonar frægt fólk. Á þeim tíma fylgdi þetta bara starfinu,“ segir Helga. Á meðal þeirra fyrirsæta sem tóku þátt í sýningum þar sem verk Helgu fengu að láta ljós sitt skína voru þær Cindy Crawford og Linda Evangelista. „Þetta var alltaf mjög skemmtilegt, að sjá þessar heimsfrægu, rosa flottu fyrirsætur í einhverju sem maður hafði hannað. Æðislega gaman,“ segir Helga. Það voru þó ekki bara fyrirsæturnar sem klæddust fatnaði Helgu og Louis Feraud því Díana prinsessa klæddist reglulega fatnaðinum og virtist líka vel. Ferill Helgu náði því miklum hæðum í París en hún segist aldrei hafa þurft að fórna ástinni til að ná frekari frama en hún hafi frekar valið að halda áfram vinnunni og sköpuninni en að festa sig í hjónaband. Þá segir Helga að á árum hennar í París hafi hún alltaf haldið fast í Íslendinginn. Þegar til Íslands var komið hafi hún þó meira fundið fyrir þeim áhrifum sem París hafði haft á hana. Helga hefur undanfarið hannað fyrir sig sjálfa auk þess að hún hefur hannað fyrir sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þá er fyrirhuguð sýning verka eftir Helgu á kaffihúsi dóttur hennar, Gígju Björnsson, sem rekur Kattakaffihúsið í miðbænum.Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti.Fréttablaðið/ValliKattakaffihúsið er það fyrsta af sínu tagi hér á landi og byggir á erlendri fyrirmynd. Kaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti en Gígja segir hugmyndina hafa sprottið upp eftir að köttur Gígja gerði sig heimakominn heima hjá Ragnheiði vinkonu hennar. Skömmu seinna hafi þær tekið eftir því að kattakaffihús séu til erlendis. Allir kettirnir eru geldir og ormahreinsaðir og koma flestir frá einstaklingum sem ekki gátu átt þá lengi og eru þeir allir að leita að nýju heimili. „Þegar maður elskar ketti vill maður gefa öllum kisum heimili,“ segir Gígja Björnsson. Ísland í dag Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Helga Björnsson lærði myndlist og fata- og búningahönnun í París og starfaði í kjölfarið um áraraðir sem fatahönnuður fyrir heimsþekkt tískuhús. Helga bjó lengst af erlendis en fluttist til heimalandsins fyrir nokkrum árum. Helga sagði Völu Matt sögu sína í Íslandi í dag á föstudaginn. Helga var þó ekki eini viðmælandinn því Gígja dóttir hennar ræddi einnig við Völu. Gígja hefur nýverið opnað Kattakaffihúsið í miðbænum ásamt vinkonu sinni. Faðir Helgu, Henrik Sv. Björnsson starfaði innan utanríkisþjónustunnar og flutti fjölskyldan til Lundúna þegar Helga var 13 ára gömul. Fimm árum síðar fluttist fjölskyldan til Parísar. Þar bjó Helga til ársins 2011. Tískubransinn kallaði í höfuðborg tískunnar en Helga hafði ekki áhuga á að gerast fyrirsæta, þrátt fyrir að það hafi staðið til boða. „Það var bara ekki mitt. Mér fannst skemmtilegra að vera á bak við að hanna. Ég hafði mikinn áhuga á tísku og sköpun og ég er svo heppin að kynnast Louis Feraud af algjörri tilviljun þegar ég er að klára skólann,“ segir Helga. Helga hóf störf hjá Feraud sem lærlingur og vann í fyrstu launalaust í sex mánuði. Feraud var heimsfrægur hönnuður og segir Helga að margt eftirminnilegt hafi gerst á árum hennar með Feraud, jafnvel þó að á þeim tíma hafi henni þótt það eðlilegt.Helga starfaði um áraraðir fyrir Louis Feraud.Stöð2„Það voru sýningar og allskonar boð. Maður var að hitta allskonar frægt fólk. Á þeim tíma fylgdi þetta bara starfinu,“ segir Helga. Á meðal þeirra fyrirsæta sem tóku þátt í sýningum þar sem verk Helgu fengu að láta ljós sitt skína voru þær Cindy Crawford og Linda Evangelista. „Þetta var alltaf mjög skemmtilegt, að sjá þessar heimsfrægu, rosa flottu fyrirsætur í einhverju sem maður hafði hannað. Æðislega gaman,“ segir Helga. Það voru þó ekki bara fyrirsæturnar sem klæddust fatnaði Helgu og Louis Feraud því Díana prinsessa klæddist reglulega fatnaðinum og virtist líka vel. Ferill Helgu náði því miklum hæðum í París en hún segist aldrei hafa þurft að fórna ástinni til að ná frekari frama en hún hafi frekar valið að halda áfram vinnunni og sköpuninni en að festa sig í hjónaband. Þá segir Helga að á árum hennar í París hafi hún alltaf haldið fast í Íslendinginn. Þegar til Íslands var komið hafi hún þó meira fundið fyrir þeim áhrifum sem París hafði haft á hana. Helga hefur undanfarið hannað fyrir sig sjálfa auk þess að hún hefur hannað fyrir sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þá er fyrirhuguð sýning verka eftir Helgu á kaffihúsi dóttur hennar, Gígju Björnsson, sem rekur Kattakaffihúsið í miðbænum.Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson reka saman Kattakaffihúsið við Bergstaðastræti.Fréttablaðið/ValliKattakaffihúsið er það fyrsta af sínu tagi hér á landi og byggir á erlendri fyrirmynd. Kaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti en Gígja segir hugmyndina hafa sprottið upp eftir að köttur Gígja gerði sig heimakominn heima hjá Ragnheiði vinkonu hennar. Skömmu seinna hafi þær tekið eftir því að kattakaffihús séu til erlendis. Allir kettirnir eru geldir og ormahreinsaðir og koma flestir frá einstaklingum sem ekki gátu átt þá lengi og eru þeir allir að leita að nýju heimili. „Þegar maður elskar ketti vill maður gefa öllum kisum heimili,“ segir Gígja Björnsson.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. 6. febrúar 2015 11:15
Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00