Vilja að bærinn heiti áfram Norður-Hvoll Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. nóvember 2019 10:30 Bærinn Norður-Hvoll er skammt vestan Dyrhólaeyjar í Mýrdalshreppi. Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum. „Maður er náttúrlega svo vanur að eiga heima á Norður-Hvoli að maður segir það og skrifar áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir, ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi sem Þjóðskrá vill að heiti Hvoll 2. Birna segir þau hjónin óvænt hafa fengið bréf frá Þjóðskrá í október í fyrra um að frá og með næstu áramótum þar á eftir myndi bærinn þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur hingað til heitið Norður-Hvoll og hét það er þau Birna og Einar Magnússon fluttust þangað fyrir 35 árum. Þar stunda þau nú rófurækt og eru með 150 vetrarfóðraðar kindur. „Þetta hefur reyndar verið í tugi ára í búfjárskýrslum og maður hefur aðeins rekist á það þar að bærinn hafi verið skráður sem Hvolur 2. En svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og og síðan eru öll bréf og allt sem við fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir Birna. Það stendur þó áfram Norður-Hvoll á skiltinu út við veg en Birna segir póstinn og aðra þó vel rata á réttan stað.Hjónin Birna Viðarsdóttir og Einar Magnússon á Norður-Hvoli.Nágrannabærinn Suður-Hvoll hefur sloppið við nafnabreytingu. „Það er mjög skrítið að það var engin breyting þar þótt þau séu líka í þessum afgömlu bændaskýrsluskrám sem Hvoll 1. Það erum bara við sem eigum ekki lengur heima á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti okkar bær að vera Hvoll 1 því það er komið að honum á undan Suður-Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu saman. „Þetta er reyndar svolítið fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir hún. Í bréfi Þjóðskrár til Einars og Birnu kemur fram að nafni bæjarins hafi verið breytt til samræmis við skráningu í fasteignaskrá. Samkvæmt lögum skuli allar fasteignir bera heiti samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Birna og Einar óskuðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá og óska eftir að breytingin verði afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdalshreppur fá yfirlit yfir allar sambærilegar breytingar sem Þjóðskrá hafi gert á þessum lagagrunni. „Mér skilst að það eigi ekki að vera mikið mál að breyta þessu,“ segir Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli bjartsýn. Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum. „Maður er náttúrlega svo vanur að eiga heima á Norður-Hvoli að maður segir það og skrifar áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir, ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi sem Þjóðskrá vill að heiti Hvoll 2. Birna segir þau hjónin óvænt hafa fengið bréf frá Þjóðskrá í október í fyrra um að frá og með næstu áramótum þar á eftir myndi bærinn þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur hingað til heitið Norður-Hvoll og hét það er þau Birna og Einar Magnússon fluttust þangað fyrir 35 árum. Þar stunda þau nú rófurækt og eru með 150 vetrarfóðraðar kindur. „Þetta hefur reyndar verið í tugi ára í búfjárskýrslum og maður hefur aðeins rekist á það þar að bærinn hafi verið skráður sem Hvolur 2. En svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og og síðan eru öll bréf og allt sem við fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir Birna. Það stendur þó áfram Norður-Hvoll á skiltinu út við veg en Birna segir póstinn og aðra þó vel rata á réttan stað.Hjónin Birna Viðarsdóttir og Einar Magnússon á Norður-Hvoli.Nágrannabærinn Suður-Hvoll hefur sloppið við nafnabreytingu. „Það er mjög skrítið að það var engin breyting þar þótt þau séu líka í þessum afgömlu bændaskýrsluskrám sem Hvoll 1. Það erum bara við sem eigum ekki lengur heima á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti okkar bær að vera Hvoll 1 því það er komið að honum á undan Suður-Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu saman. „Þetta er reyndar svolítið fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir hún. Í bréfi Þjóðskrár til Einars og Birnu kemur fram að nafni bæjarins hafi verið breytt til samræmis við skráningu í fasteignaskrá. Samkvæmt lögum skuli allar fasteignir bera heiti samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Birna og Einar óskuðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá og óska eftir að breytingin verði afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdalshreppur fá yfirlit yfir allar sambærilegar breytingar sem Þjóðskrá hafi gert á þessum lagagrunni. „Mér skilst að það eigi ekki að vera mikið mál að breyta þessu,“ segir Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli bjartsýn.
Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira