Elskar að elta storma í íslenskri veðurparadís Björn Þorfinnsson skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Muhammed Emin Kizilikaya veðuráhugamaður Fréttablaðið/Stefán Karlsson Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma. „Það er mömmu að þakka að ég fékk áhuga á veðri. Þegar ég var smábarn var ég alltaf að horfa upp í skýin. Hún gaf mér þá bók fyrir börn sem útskýrði á einfaldan hátt hvernig veðrið virkar. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Muhammed. Hann er fæddur í Danmörku en er af tyrknesk/kúrdísku bergi brotinn. Eftir að áhuginn á veðrinu kviknaði sökkti hann sér ofan í allt sem hann komst yfir um efnið. „Venjuleg áhugamál heilluðu mig ekki heldur miklu frekar fróðleikur um hvernig náttúran virkar. Þegar ég var um 10-11 ára gamall kunni ég orðið öll latnesk heiti á hinum ýmsu skýjamyndunum. Þrátt fyrir að þetta sé kannski skrítið áhugamál á táningsaldri þá hef ég aldrei orðið fyrir neinu aðkasti. Ég hef alltaf upplifað frekar áhuga og jafnvel aðdáun fólks þegar ég fer að tala um veðrið,“ segir Muhammed. Á unglingsaldri lá hann yfir gervitunglamyndum og fljótlega voru vinir og vandamenn farnir að hringja í hann til þess að fá upplýsingar um veður næstu daga eða vikur. Einn af draumaáfangastöðum hans, út af margbreytilegu veðri, var Ísland og eftir að frændi hans hafði mælt með námi á Íslandi ákvað hann að skrá sig í Háskóla Íslands árið 2013. Veðrið skemmdi ekki fyrir. „Fyrir mér er Ísland veðurparadís. Ég nýt þess að vera úti í roki og hríðarbyljum, helst þannig að augnabrúnirnar frjósi,“ segir Muhammed og hlær. Það skýtur þó skökku við að Muhammed nemur hér félagsfræði en ekki veðurfræði. „Ég er múslimi og eftir miklar vangaveltur ákvað ég að það væri samfélagslega mikilvægara að læra félagsfræði. Ég vil berjast gegn fordómum í veröldinni. Veðrið verður samt alltaf ástríða mín númer eitt. Það mun aldrei breytast,“ segir hann. Undanfarin ár hefur Muhammed skapað sér aukastarf sem stormeltir (e. storm chaser). „Ég rýk út þegar von er á miklu óveðri og tek myndbönd af hamförunum. Það er stórt samfélag úti í Bandaríkjunum í tengslum við hvirfilbylji en er frekar nýtt af nálinni í Evrópu. Ég er í góðu sambandi við áhugamenn í mörgum löndum og myndbönd mín hafa oft verið birt í stórum fréttamiðlum erlendis.“ Hann segir að réttar aðstæður skapist þó ekki nema af og til og þegar það gerist einbeiti hann sér að þéttbýli. „Rokið þarf helst að fara yfir 20 metra á sekúndu. Ég er búinn að kortleggja höfuðborgarsvæðið vel og veit um staði þar sem byggingarnar magna rokið. Ég fann það fljótt út að myndbönd sem sýna áhrif veðurs á þéttbýli vekja mun meiri áhuga en í óbyggðir,“ segir Mohammed. Þá hefur hann meira að segja boðið gestum með sér í stormeltiferðir. „Íslenskir vinir mínir eru yfirleitt ekki mjög áhugasamir. Þeir vilja helst vera inni í vondu veðri. Þeir sem láta til leiðast elska þetta þó yfirleitt.“ Hann segir mikilvægt að setja öryggið á oddinn í ofsaveðrinu. „Það geta margs konar hættur skapast í mestu vindhviðunum og þess vegna er ég mjög varkár.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma. „Það er mömmu að þakka að ég fékk áhuga á veðri. Þegar ég var smábarn var ég alltaf að horfa upp í skýin. Hún gaf mér þá bók fyrir börn sem útskýrði á einfaldan hátt hvernig veðrið virkar. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Muhammed. Hann er fæddur í Danmörku en er af tyrknesk/kúrdísku bergi brotinn. Eftir að áhuginn á veðrinu kviknaði sökkti hann sér ofan í allt sem hann komst yfir um efnið. „Venjuleg áhugamál heilluðu mig ekki heldur miklu frekar fróðleikur um hvernig náttúran virkar. Þegar ég var um 10-11 ára gamall kunni ég orðið öll latnesk heiti á hinum ýmsu skýjamyndunum. Þrátt fyrir að þetta sé kannski skrítið áhugamál á táningsaldri þá hef ég aldrei orðið fyrir neinu aðkasti. Ég hef alltaf upplifað frekar áhuga og jafnvel aðdáun fólks þegar ég fer að tala um veðrið,“ segir Muhammed. Á unglingsaldri lá hann yfir gervitunglamyndum og fljótlega voru vinir og vandamenn farnir að hringja í hann til þess að fá upplýsingar um veður næstu daga eða vikur. Einn af draumaáfangastöðum hans, út af margbreytilegu veðri, var Ísland og eftir að frændi hans hafði mælt með námi á Íslandi ákvað hann að skrá sig í Háskóla Íslands árið 2013. Veðrið skemmdi ekki fyrir. „Fyrir mér er Ísland veðurparadís. Ég nýt þess að vera úti í roki og hríðarbyljum, helst þannig að augnabrúnirnar frjósi,“ segir Muhammed og hlær. Það skýtur þó skökku við að Muhammed nemur hér félagsfræði en ekki veðurfræði. „Ég er múslimi og eftir miklar vangaveltur ákvað ég að það væri samfélagslega mikilvægara að læra félagsfræði. Ég vil berjast gegn fordómum í veröldinni. Veðrið verður samt alltaf ástríða mín númer eitt. Það mun aldrei breytast,“ segir hann. Undanfarin ár hefur Muhammed skapað sér aukastarf sem stormeltir (e. storm chaser). „Ég rýk út þegar von er á miklu óveðri og tek myndbönd af hamförunum. Það er stórt samfélag úti í Bandaríkjunum í tengslum við hvirfilbylji en er frekar nýtt af nálinni í Evrópu. Ég er í góðu sambandi við áhugamenn í mörgum löndum og myndbönd mín hafa oft verið birt í stórum fréttamiðlum erlendis.“ Hann segir að réttar aðstæður skapist þó ekki nema af og til og þegar það gerist einbeiti hann sér að þéttbýli. „Rokið þarf helst að fara yfir 20 metra á sekúndu. Ég er búinn að kortleggja höfuðborgarsvæðið vel og veit um staði þar sem byggingarnar magna rokið. Ég fann það fljótt út að myndbönd sem sýna áhrif veðurs á þéttbýli vekja mun meiri áhuga en í óbyggðir,“ segir Mohammed. Þá hefur hann meira að segja boðið gestum með sér í stormeltiferðir. „Íslenskir vinir mínir eru yfirleitt ekki mjög áhugasamir. Þeir vilja helst vera inni í vondu veðri. Þeir sem láta til leiðast elska þetta þó yfirleitt.“ Hann segir mikilvægt að setja öryggið á oddinn í ofsaveðrinu. „Það geta margs konar hættur skapast í mestu vindhviðunum og þess vegna er ég mjög varkár.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?