Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi segir að stefnt sé að þvi að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Mynd/Gísli Berg norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn. Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn.
Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu