Stefnt að nýjum innanlands- og varaflugvelli í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:31 Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira