Körfuboltinn ræður ríkjum á Stöð 2 Sport í kvöld eins og flest önnur föstudagskvöld.
Veislan byrjar á leik Keflavíkur og Fjölnis, leikur sem ætti að vera gott tækifæri fyrir Keflvíkinga til þess að komast aftur á sigurbraut í deildinni því Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik.
Umferðinni líkur svo á stórleik Stjörnunnar og KR. Fyrir umferðina var Stjarnan í þriggja liða pakka á toppnum með Tindastól og Keflavík og KR-ingar komu þar fast á hæla þeim einum sigri á eftir.
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds gera þetta svo allt saman upp að leik loknum.
Það er einnig að finna enskan fótbolta í kvöld, leikur Swansea og Fulham í ensku Championshipdeildinni verður í beinni útsendingu og þá er golfið á fullu á sínum stað.
Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá má finna á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar í dag:
10:30 Alfred Dunhill Championship, Stöð 2 Golf
13:30 Opna spænska mótið, Sport 4
18:20 Keflavík - Fjölnir, Sport
19:40 Swansea - Fulham, Sport 2
20:10 Stjarnan - KR, Sport
22:10 Domino's Körfuboltakvöld, Sport
Í beinni í dag: Stórleikur í Garðabænum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti