Breiðhyltingar fagna andlitslyftingu Arnarbakka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 13:51 Arnarbakki 2-6 er til hægri á myndinni. Arnarbakki 2-6 hefur fengið andlitslyftingu og er alls kyns spennandi starfsemi að hefjast í húsinu að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Blásið verður til opnunarteitis á morgun, föstudaginn 29. nóvember klukkan 16, og eru Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar hvattir til að koma og taka þátt í gleðinni. Reykjavíkurborg festi í fyrra kaup á fasteignum í Arnarbakka með það að markmiði að flýta fyrir uppbyggingu á reitnum. Auglýst var eftir hugmyndum að starfsemi í húsnæðinu með sérstaka áherslu á samfélagsleg verkefni. Nú hafa ýmsir hópar hreiðrað þar um sig.Einhverfir karlar Í Arnarbakka 2 starfa Karlar í skúrum og SmiRey, sem er smíðastofa fyrir einhverfa karla. Áhugahópur kennara og handverksmanna er með verkstæði og kennslurými og Hjólakraftur á Íslandi er með starfsemi, auk þess sem Hársnyrtistofan Arnarbakka heldur sínu striki og starfar enn þarna.Verslun Iceland við Arnarbakka.ReykjavíkurborgÍ Arnarbakka 4-6 starfrækir Óli Gneisti Sóleyjarson hljóðverið Kistuna og sem fyrr eru Sveinsbakarí og Matvöruverslun Iceland í Arnarbakka. Við opnunina kynna arkitektar frá Basalt arkitektum frumdrög að endurgerð kjarnans í Arnarbakka og starsfólk frá umhverfis og skipulagssviði ræða mismunandi útfærslur og möguleika á skipulagi kjarnans.Karlar saman á eigin forsendum Karlar í skúrnum er á vegum Rauða kross Íslands. Það felst í því að skapa aðstæður fyrir karla til að vera saman á eigin forsendum og vinna að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum. Þetta er tækifæri fyrir karlmenn að skiptist á og miðla af þekkingu sinni og gefa til samfélagsins í leiðinni. Þar sem fiskbúðin í Arnarbakka var í 40 ár en nú Bakkabúinn Óli Gneisti Sóleyjarson búinn að setja upp hljóðverið Kistuna. Í Kistunni er aðstaða til að taka upp hlaðvörp eða útvarpsþætti á netinu. Kistan mun ekki bara bjóða upp á hljóðupptökur heldur líka aðstöðu til að taka upp myndbönd sem hægt verður að streyma beint á netið.Einhverfir karlar SmíRey, smíðavinnustofa í Reykjavík fyrir einhverfa, er verkefni velferðarsviðs borgarinnar. Vinnustofan starfar í þeim tilgangi að veita ungum einhverfum mönnum vinnu sem hentar þeim, efla sjálfstæði þeirra og veita þeim tilgang í samfélaginu. Framleidd eru leikföng fyrir börn á leikskólaaldri, ýmsir skrautmunir og tækifærisgjafir.Arnarbakki 2-4 er í miðju Bakkahverfinu og hýsti áður meðal annars myndbandaleigu.Svona leit það út fyrir nokkrum árum.Einkunnarorð SmíRey er að allir geti eitthvað og að allir hafa tækifæri til að leggja sitt af mörkum í framleiðslunni. Umhverfi smíðastofunnar er hlýlegt með kaffiaðstöðu, sófa og þægindum. Hægt verður að sjá myndbönd sem sýna starfsemina í amstri dagsins ásamt ljósmyndum af starfsmönnum og leiðbeinendum.Trérennismiðir halda námskeið Hópur handverksmanna og trérennismiða hafa líka komið sér fyrir í Arnarbakka. Fimm félagar í þeim hópi eru með kennsluréttindi og ætla að halda námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Rennismíði, tálgun í tré, útskurður, almenn trésmíði, húsgagnaviðgerðir, tifsagarnámskeið og hnífa-og leðurgerð verða meðal námskeiða. Í Borgarlandi Reykjavík fellur til mikið af grisjunarviði af ýmsum tegundum sem nýttar verða til smíða. Hjá Hjólakrafti hittast hópar a.m.k. tíu sinnum í viku til þess að hjóla um nágrennið, en einnig er þar önnur starfsemi. Til að mynda heldur PEERS námskeið í félagsfærni þarna tvo daga í viku. Þar koma bæði foreldrar og börn á námskeið. Í rýminu er líka aðstaða fyrir Brúarskóla sem ber nafnið Brúarbakki. Þar er starfandi kennari og þangað koma nemendur skólans sem búa í hverfinu til þess að eiga sinn skóladag. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin kaupir tvo hverfiskjarna í Breiðholti á 752 milljónir Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi tvo gamla verslunarkjarna í Breiðholti með það fyrir augum að þar geti verslun og þjónusta fest sig í sessi. 29. júní 2018 20:04 Níu tillögur um hverfiskjarna í Breiðholti hlutu brautargengi 26 tillögur bárust í hugmyndaleit Reykjavíkurborgar um tímabundna starfsemi í hverfiskjörnum í tveimur hlutum Breiðholts. 14. febrúar 2019 20:03 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Arnarbakki 2-6 hefur fengið andlitslyftingu og er alls kyns spennandi starfsemi að hefjast í húsinu að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Blásið verður til opnunarteitis á morgun, föstudaginn 29. nóvember klukkan 16, og eru Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar hvattir til að koma og taka þátt í gleðinni. Reykjavíkurborg festi í fyrra kaup á fasteignum í Arnarbakka með það að markmiði að flýta fyrir uppbyggingu á reitnum. Auglýst var eftir hugmyndum að starfsemi í húsnæðinu með sérstaka áherslu á samfélagsleg verkefni. Nú hafa ýmsir hópar hreiðrað þar um sig.Einhverfir karlar Í Arnarbakka 2 starfa Karlar í skúrum og SmiRey, sem er smíðastofa fyrir einhverfa karla. Áhugahópur kennara og handverksmanna er með verkstæði og kennslurými og Hjólakraftur á Íslandi er með starfsemi, auk þess sem Hársnyrtistofan Arnarbakka heldur sínu striki og starfar enn þarna.Verslun Iceland við Arnarbakka.ReykjavíkurborgÍ Arnarbakka 4-6 starfrækir Óli Gneisti Sóleyjarson hljóðverið Kistuna og sem fyrr eru Sveinsbakarí og Matvöruverslun Iceland í Arnarbakka. Við opnunina kynna arkitektar frá Basalt arkitektum frumdrög að endurgerð kjarnans í Arnarbakka og starsfólk frá umhverfis og skipulagssviði ræða mismunandi útfærslur og möguleika á skipulagi kjarnans.Karlar saman á eigin forsendum Karlar í skúrnum er á vegum Rauða kross Íslands. Það felst í því að skapa aðstæður fyrir karla til að vera saman á eigin forsendum og vinna að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum. Þetta er tækifæri fyrir karlmenn að skiptist á og miðla af þekkingu sinni og gefa til samfélagsins í leiðinni. Þar sem fiskbúðin í Arnarbakka var í 40 ár en nú Bakkabúinn Óli Gneisti Sóleyjarson búinn að setja upp hljóðverið Kistuna. Í Kistunni er aðstaða til að taka upp hlaðvörp eða útvarpsþætti á netinu. Kistan mun ekki bara bjóða upp á hljóðupptökur heldur líka aðstöðu til að taka upp myndbönd sem hægt verður að streyma beint á netið.Einhverfir karlar SmíRey, smíðavinnustofa í Reykjavík fyrir einhverfa, er verkefni velferðarsviðs borgarinnar. Vinnustofan starfar í þeim tilgangi að veita ungum einhverfum mönnum vinnu sem hentar þeim, efla sjálfstæði þeirra og veita þeim tilgang í samfélaginu. Framleidd eru leikföng fyrir börn á leikskólaaldri, ýmsir skrautmunir og tækifærisgjafir.Arnarbakki 2-4 er í miðju Bakkahverfinu og hýsti áður meðal annars myndbandaleigu.Svona leit það út fyrir nokkrum árum.Einkunnarorð SmíRey er að allir geti eitthvað og að allir hafa tækifæri til að leggja sitt af mörkum í framleiðslunni. Umhverfi smíðastofunnar er hlýlegt með kaffiaðstöðu, sófa og þægindum. Hægt verður að sjá myndbönd sem sýna starfsemina í amstri dagsins ásamt ljósmyndum af starfsmönnum og leiðbeinendum.Trérennismiðir halda námskeið Hópur handverksmanna og trérennismiða hafa líka komið sér fyrir í Arnarbakka. Fimm félagar í þeim hópi eru með kennsluréttindi og ætla að halda námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Rennismíði, tálgun í tré, útskurður, almenn trésmíði, húsgagnaviðgerðir, tifsagarnámskeið og hnífa-og leðurgerð verða meðal námskeiða. Í Borgarlandi Reykjavík fellur til mikið af grisjunarviði af ýmsum tegundum sem nýttar verða til smíða. Hjá Hjólakrafti hittast hópar a.m.k. tíu sinnum í viku til þess að hjóla um nágrennið, en einnig er þar önnur starfsemi. Til að mynda heldur PEERS námskeið í félagsfærni þarna tvo daga í viku. Þar koma bæði foreldrar og börn á námskeið. Í rýminu er líka aðstaða fyrir Brúarskóla sem ber nafnið Brúarbakki. Þar er starfandi kennari og þangað koma nemendur skólans sem búa í hverfinu til þess að eiga sinn skóladag.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgin kaupir tvo hverfiskjarna í Breiðholti á 752 milljónir Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi tvo gamla verslunarkjarna í Breiðholti með það fyrir augum að þar geti verslun og þjónusta fest sig í sessi. 29. júní 2018 20:04 Níu tillögur um hverfiskjarna í Breiðholti hlutu brautargengi 26 tillögur bárust í hugmyndaleit Reykjavíkurborgar um tímabundna starfsemi í hverfiskjörnum í tveimur hlutum Breiðholts. 14. febrúar 2019 20:03 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Borgin kaupir tvo hverfiskjarna í Breiðholti á 752 milljónir Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi tvo gamla verslunarkjarna í Breiðholti með það fyrir augum að þar geti verslun og þjónusta fest sig í sessi. 29. júní 2018 20:04
Níu tillögur um hverfiskjarna í Breiðholti hlutu brautargengi 26 tillögur bárust í hugmyndaleit Reykjavíkurborgar um tímabundna starfsemi í hverfiskjörnum í tveimur hlutum Breiðholts. 14. febrúar 2019 20:03