Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 09:15 Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun.Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Fækkuðu sjúkraflutningamönnum fyrr á þessu ári vegna hagræðingar Í lok síðasta árs greindi fréttastofan frá því að 1. febrúar í ár yrði sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli fækkað um fjóra. Þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu, í desember í fyrra, að það væri gert vegna rekstrarhalla. Þá var þeim fækkað úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá. Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Sjúkraflutningamenn líta á tölvupóst frá forstjóra HSU sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður.Óvíst með ráðningarsamband sé ákvörðunin ekki virt Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands tilkynnti sjúkraflutningamönnum á öllu svæðinu um ákvörðunina í tölvupósti í gær og er vísað í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það kemur meðal annars fram að hafi breytingarnar í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skuli hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Sjúkraflutningamenn líta á þetta sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður. Í tölvupósti forstjórans til sjúkraflutningamanna kemur fram að þessi leið sé farinn þar sem samkomulag hafi ekki náðst við þá, samkomulag með þeim hætti sem framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar hefði kosið. Ákvörðunin sé nauðsynleg og tekin út frá rekstrarlegum grundvelli. Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af því að upplýsingaflæði á milli vakta verði ekki tryggt ef samvistartími á milli vaktaskipta verði afnuminn.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða.Breytingin gerð með innan við sólarhrings fyrirvara Árni Snorri Valsson, trúnaðarmaður sjúkraflutningamanna á Suðurlandi segir hljóðið í sjúkraflutningamönnum þungt. Hann segir að tilkynningin frá forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í gær hafi einungis verið formsins vegna. Yfirvinnutímarnir hafi þegar verið teknir af þeim. Það hafi verið gert með innan við sólarhrings fyrirvara um síðustu mánaðamót og því hafi þeir mótmælt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða. Ekki náðist í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu við vinnslu fréttarinnar. Kjarasamningur sjúkraflutningamanna í aðalstarfi, sem á við um sjúkraflutningamenn á Selfossi, rann út í apríl síðastliðnum og enn sem komið er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Einna mest álag hefur verið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi síðustu ár. Umdæmi þeirra er víðfeðmt og þar hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum síðustu ára orðið. Í ár hafa þeir tekist á við, svo eitthvað sé nefnt, tvö flugslys og alvarleg rútuslys það sem margir slösuðust Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun.Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Fækkuðu sjúkraflutningamönnum fyrr á þessu ári vegna hagræðingar Í lok síðasta árs greindi fréttastofan frá því að 1. febrúar í ár yrði sjúkraflutningamönnum á Hvolsvelli fækkað um fjóra. Þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu, í desember í fyrra, að það væri gert vegna rekstrarhalla. Þá var þeim fækkað úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá. Sjúkraflutningamenn fá greidda yfirvinnu sem nemur fimmtán mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Sú yfirvinna er launaskerðingin sem sjúkraflutningamenn verða fyrir.Sjúkraflutningamenn líta á tölvupóst frá forstjóra HSU sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður.Óvíst með ráðningarsamband sé ákvörðunin ekki virt Forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands tilkynnti sjúkraflutningamönnum á öllu svæðinu um ákvörðunina í tölvupósti í gær og er vísað í 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það kemur meðal annars fram að hafi breytingarnar í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skuli hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Sjúkraflutningamenn líta á þetta sem hótun. Það er að samþykki þeir ekki breytingarnar verði ráðningarsamningur þeirra ekki endurnýjaður. Í tölvupósti forstjórans til sjúkraflutningamanna kemur fram að þessi leið sé farinn þar sem samkomulag hafi ekki náðst við þá, samkomulag með þeim hætti sem framkvæmdastjórn heilbrigðisstofnunarinnar hefði kosið. Ákvörðunin sé nauðsynleg og tekin út frá rekstrarlegum grundvelli. Sjúkraflutningamenn hafa áhyggjur af því að upplýsingaflæði á milli vakta verði ekki tryggt ef samvistartími á milli vaktaskipta verði afnuminn.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða.Breytingin gerð með innan við sólarhrings fyrirvara Árni Snorri Valsson, trúnaðarmaður sjúkraflutningamanna á Suðurlandi segir hljóðið í sjúkraflutningamönnum þungt. Hann segir að tilkynningin frá forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar í gær hafi einungis verið formsins vegna. Yfirvinnutímarnir hafi þegar verið teknir af þeim. Það hafi verið gert með innan við sólarhrings fyrirvara um síðustu mánaðamót og því hafi þeir mótmælt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nemur kjaraskerðingin um hundrað og fimmtíu þúsund krónum á ári í útborguðum launum og því sé um verulega kjaraskerðingu að ræða. Ekki náðist í Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu við vinnslu fréttarinnar. Kjarasamningur sjúkraflutningamanna í aðalstarfi, sem á við um sjúkraflutningamenn á Selfossi, rann út í apríl síðastliðnum og enn sem komið er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Einna mest álag hefur verið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi síðustu ár. Umdæmi þeirra er víðfeðmt og þar hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum síðustu ára orðið. Í ár hafa þeir tekist á við, svo eitthvað sé nefnt, tvö flugslys og alvarleg rútuslys það sem margir slösuðust
Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis. 20. nóvember 2019 20:30