Kínverskir sjónvarpsþættir teknir upp víða um Ísland Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:23 Kínversku raunveruleikastjörnurnar fengu viðurkenningar afhentar við hátíðlega athöfn í Hörpu í lok ferðarinnar. Í síðustu viku lauk tökum á nýjum kínverskum raunveruleikaþáttum á Íslandi. Sjötíu manna teymi kom að gerð þáttanna og því var umfang verkefnisins stórt. Fjórar kínverskar raunveruleikastjörnur ferðuðust um Ísland og var ábyrg ferðamennska í forgrunni. „Þættirnir munu heita The Protectors og eins og nafnið gefur til kynna munu þeir fjalla um umhverfisvernd og ábyrga ferðahegðun,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Til marks um það hófu kínversku stórstjörnurnar ferðina á því að sverja að halda loforðin átta um ábyrga ferðahegðun, Icelandic Pledge, við komuna til landsins. „Icelandic Pledge er verkefni sem við ákváðum að gefa aukinn kraft í árið 2018 til að skora á ferðamenn að sýna ábyrga hegðun hérlendis. Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland. Það segir ýmislegt um efni þáttanna að þetta skuli vera upphafsatriðið,“ segir hún. Í lok ferðarinnar var síðan haldinn viðburður í Hörpu þar sem ferðamálaráðherra og sendiherra Kína fluttu erindi og síðan fengu stjörnurnar afhenta sérstaka Icelandic Pledge viðurkenningu.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.Fréttablaðið/StefánAð sögn Ingu Hlínar voru kínversku þáttagerðarmennirnir afar ánægðir með upplifunina hérlendis. „Þeim leið afar vel hér á landi og það sýnir sig í því að Ísland fær mikið vægi í þáttunum. Þeir heimsækja einnig önnur lönd, til dæmis Noreg. Okkur skilst að ferðalagið um Ísland taki þrjá þætti á meðan Noregur fær einn þátt,“ segir hún. Það sem af er ári hefur kínverskum ferðamönnum fjölgað hérlendis um 11 prósent miðað við árið 2018. Þá greindi Fréttablaðið frá því að kínverska flugfélagið Juneyao Air hygðist hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og sagði talsmaður fyrirtækisins við Fréttablaðið að flugfélagið gerði ráð fyrir mikilli aukningu kínverskra ferðamanna til Íslands á næstu árum. Það má því segja að hinir kínversku þættir komi á frábærum tíma. „Þetta er næststærsta sjónvarpsstöð Kína sem stendur að framleiðslunni og því má búast við því að tugmilljónir manna horfi á þættina. Þetta verður afar verðmæt landkynning með ábyrgð að leiðarljósi,“ segir Inga Hlín. Hún bendir á að kínverskir ferðamenn séu um margt ólíkir þeim vestrænu. „Kínverjar hafa mikinn áhuga á íslenska vetrinum og sérstaklega norðurljósunum. Eitt helsta ferðatímabilið þeirra er í febrúar í tengslum við kínverska nýárið og því eru kínverskir ferðamenn líklegir til að koma hér líka utan háannatíma sem er eitt af þeim markmiðum sem við höfum í ferðaþjónustunni. Þeir eru því afar verðmæt viðbót,“ segir Inga Hlín. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kína Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í síðustu viku lauk tökum á nýjum kínverskum raunveruleikaþáttum á Íslandi. Sjötíu manna teymi kom að gerð þáttanna og því var umfang verkefnisins stórt. Fjórar kínverskar raunveruleikastjörnur ferðuðust um Ísland og var ábyrg ferðamennska í forgrunni. „Þættirnir munu heita The Protectors og eins og nafnið gefur til kynna munu þeir fjalla um umhverfisvernd og ábyrga ferðahegðun,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Til marks um það hófu kínversku stórstjörnurnar ferðina á því að sverja að halda loforðin átta um ábyrga ferðahegðun, Icelandic Pledge, við komuna til landsins. „Icelandic Pledge er verkefni sem við ákváðum að gefa aukinn kraft í árið 2018 til að skora á ferðamenn að sýna ábyrga hegðun hérlendis. Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland. Það segir ýmislegt um efni þáttanna að þetta skuli vera upphafsatriðið,“ segir hún. Í lok ferðarinnar var síðan haldinn viðburður í Hörpu þar sem ferðamálaráðherra og sendiherra Kína fluttu erindi og síðan fengu stjörnurnar afhenta sérstaka Icelandic Pledge viðurkenningu.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.Fréttablaðið/StefánAð sögn Ingu Hlínar voru kínversku þáttagerðarmennirnir afar ánægðir með upplifunina hérlendis. „Þeim leið afar vel hér á landi og það sýnir sig í því að Ísland fær mikið vægi í þáttunum. Þeir heimsækja einnig önnur lönd, til dæmis Noreg. Okkur skilst að ferðalagið um Ísland taki þrjá þætti á meðan Noregur fær einn þátt,“ segir hún. Það sem af er ári hefur kínverskum ferðamönnum fjölgað hérlendis um 11 prósent miðað við árið 2018. Þá greindi Fréttablaðið frá því að kínverska flugfélagið Juneyao Air hygðist hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og sagði talsmaður fyrirtækisins við Fréttablaðið að flugfélagið gerði ráð fyrir mikilli aukningu kínverskra ferðamanna til Íslands á næstu árum. Það má því segja að hinir kínversku þættir komi á frábærum tíma. „Þetta er næststærsta sjónvarpsstöð Kína sem stendur að framleiðslunni og því má búast við því að tugmilljónir manna horfi á þættina. Þetta verður afar verðmæt landkynning með ábyrgð að leiðarljósi,“ segir Inga Hlín. Hún bendir á að kínverskir ferðamenn séu um margt ólíkir þeim vestrænu. „Kínverjar hafa mikinn áhuga á íslenska vetrinum og sérstaklega norðurljósunum. Eitt helsta ferðatímabilið þeirra er í febrúar í tengslum við kínverska nýárið og því eru kínverskir ferðamenn líklegir til að koma hér líka utan háannatíma sem er eitt af þeim markmiðum sem við höfum í ferðaþjónustunni. Þeir eru því afar verðmæt viðbót,“ segir Inga Hlín.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kína Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira