Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent