Alrangt að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 13:40 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir. Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að misskilnings gæti í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna en hún fór á flug eftir að þingmaður Pírata fékk svar við fyrirspurn sinni um meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Það sé af og frá að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla líkt og haldið hefur verið fram víða á samfélagsmiðlum. Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir.Misskilnings hefur gætt í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna.visir/vilhelm„Þær eru í rauninni ekki í takti við neinn raunveurleika að tala um að strætó mengi á við 7.500 fólksbíla. Ef þetta væri rétt þá væri hver strætisvagn að eyða meiru en stærstu skemmtiferðaskip heims. Nýr díselvagn hjá okkur eyðir á bilinu 35-40 lítrum á hundraði og það er á við fjóra til fimm fólksbíla en ekki 7.500 og þar að auki tekur vagninn hátt í 75-80 farþega. Þannig að nýtingin er miklu betri heldur en á einkabílnum og kolefnissporið því minna“. Miðað við hvernig nýtingin er á einkabílnum í dag, svona um ein manneskja í hverjum bíl, þá yrði umferðin ansi þung og mengunin meiri ef þessir strætófarþegar myndu allir hætta að taka strætó og fara að keyra.En er mengunin ekki breytileg eftir árgerð strætisvagnanna?„Jú. Við erum með nokkra eldri bíla sem eru stærri. Þetta eru vagnar sem eru settir nokkra hringi á dag og það yfir annatíma. Þeir eru settir á stórar leiðir hjá okkur þar sem þeir eru í rauninni allir troðfullir, þetta eru leiðir 1 og 6 til dæmis.“ Spurður að því hvers vegna hann teldi að rangfærslur hafi farið á flug segir Guðmundur Heiðar: „Það er góð spurning og erfitt að segja. Fluttar voru fréttir af því að þungir bílar eyði upp malbikinu meira en fólksbílar og síðan einhvern veginn yfirfærist það á að strætó sé að eyða malbikinu og að menga á við 7.500 fólksbíla og margir hafa bara gripið þessa tölu á lofti, því miður. Þannig getur það gerst,“ útskýrir Guðmundur Heiðar. Ýmsir setji sig upp á móti hinni svokölluðu aðför að einkabílnum og grípi því á lofti vafasamar fullyrðingar til að réttlæta notkun á einkabílnum. „Strætó er umhverfisvænni kostur og því fleiri sem við fáum í strætó þeim mun meira getum við minnkað loftmengun.“ Guðmundur Heiðar segir að rafvæðing strætisvagnaflotans gangi afar vel. „Við fengum náttúrulega þessa fjórtán rafvagna á síðasta ári. Þeir hafa verið í fullri notkun á þessu ári og við sjáum fram á að geta dregið verulega úr olíueyðslu á þessu ári. Ef við tökum saman ágúst og júlí á þessu ári erum við að spara okkur um 40.000 lítra á olíu miðað við á árinu í fyrra,“ segir Guðmundur.Fréttin var uppfærð kl. 14.24. Loftslagsmál Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að misskilnings gæti í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna en hún fór á flug eftir að þingmaður Pírata fékk svar við fyrirspurn sinni um meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Það sé af og frá að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla líkt og haldið hefur verið fram víða á samfélagsmiðlum. Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir.Misskilnings hefur gætt í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna.visir/vilhelm„Þær eru í rauninni ekki í takti við neinn raunveurleika að tala um að strætó mengi á við 7.500 fólksbíla. Ef þetta væri rétt þá væri hver strætisvagn að eyða meiru en stærstu skemmtiferðaskip heims. Nýr díselvagn hjá okkur eyðir á bilinu 35-40 lítrum á hundraði og það er á við fjóra til fimm fólksbíla en ekki 7.500 og þar að auki tekur vagninn hátt í 75-80 farþega. Þannig að nýtingin er miklu betri heldur en á einkabílnum og kolefnissporið því minna“. Miðað við hvernig nýtingin er á einkabílnum í dag, svona um ein manneskja í hverjum bíl, þá yrði umferðin ansi þung og mengunin meiri ef þessir strætófarþegar myndu allir hætta að taka strætó og fara að keyra.En er mengunin ekki breytileg eftir árgerð strætisvagnanna?„Jú. Við erum með nokkra eldri bíla sem eru stærri. Þetta eru vagnar sem eru settir nokkra hringi á dag og það yfir annatíma. Þeir eru settir á stórar leiðir hjá okkur þar sem þeir eru í rauninni allir troðfullir, þetta eru leiðir 1 og 6 til dæmis.“ Spurður að því hvers vegna hann teldi að rangfærslur hafi farið á flug segir Guðmundur Heiðar: „Það er góð spurning og erfitt að segja. Fluttar voru fréttir af því að þungir bílar eyði upp malbikinu meira en fólksbílar og síðan einhvern veginn yfirfærist það á að strætó sé að eyða malbikinu og að menga á við 7.500 fólksbíla og margir hafa bara gripið þessa tölu á lofti, því miður. Þannig getur það gerst,“ útskýrir Guðmundur Heiðar. Ýmsir setji sig upp á móti hinni svokölluðu aðför að einkabílnum og grípi því á lofti vafasamar fullyrðingar til að réttlæta notkun á einkabílnum. „Strætó er umhverfisvænni kostur og því fleiri sem við fáum í strætó þeim mun meira getum við minnkað loftmengun.“ Guðmundur Heiðar segir að rafvæðing strætisvagnaflotans gangi afar vel. „Við fengum náttúrulega þessa fjórtán rafvagna á síðasta ári. Þeir hafa verið í fullri notkun á þessu ári og við sjáum fram á að geta dregið verulega úr olíueyðslu á þessu ári. Ef við tökum saman ágúst og júlí á þessu ári erum við að spara okkur um 40.000 lítra á olíu miðað við á árinu í fyrra,“ segir Guðmundur.Fréttin var uppfærð kl. 14.24.
Loftslagsmál Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11