Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið Sindra M. Stephensen í stöðu lektors við lagadeild háskólans.
Í tilkynningu frá skólanum segir að Sindri hafi áður starfað sem aðstoðarmaður forseta EFTA-dómstólsins í Lúxemborg.
„Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands með hæstu einkunn árið 2014 og lauk viðbótarmeistaraprófi með ágætiseinkunn í lögfræði frá Oxford-háskóla árið 2017. Þá var hann gestafræðimaður við lagadeild Berkeley háskóla í Kaliforníu árið 2018. Hann starfaði á Juris lögmannsstofu áður en hann var ráðinn til EFTA-dómstólsins, auk þess sem hann sinnti stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands.
Sindri hefur skrifað níu ritrýndar fræðigreinar um lögfræði, m.a. á sviði réttarfars, skattaréttar, stjórnsýsluréttar og vinnuréttar. Hann hefur haldið fyrirlestra á ráðstefnum og fyrir sérfræðinga um lagaleg álitaefni auk þess að hafa komið að skrifum á kennsluriti í almennri lögfræði. Væntanleg er útgáfa fræðirits eftir hann um réttarfar Félagsdóms í byrjun næsta árs hjá bókaútgáfunni Fons Juris,“ segir í tilkynningunni.
Sindri frá EFTA-dómstólnum og í HR
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent