Kveikti í þurrkustandi í Vallaskóla á Selfossi skömmu eftir brunaæfingu Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 10:29 Nemandinn kveikti í þurrkstandi á salerni í skólanum. Vísir/Vilhelm/Google Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu. Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu.
Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira