Gagnrýndur fyrir seinagang með fæðingarorlofsfrumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. nóvember 2019 06:30 Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, er með frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Fréttablaðið/Eyþór Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira