Gagnrýndur fyrir seinagang með fæðingarorlofsfrumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. nóvember 2019 06:30 Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, er með frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Fréttablaðið/Eyþór Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira