Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 23:34 Samherji sakaði Helga um ósannsögli fyrr í kvöld. Vísir/Andri Marinó /Sigurjón Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu. Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu.
Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07