Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 21:30 Stuðningsmenn forsætisráðherrans með skilti sem á stendur: "Þú munt aldrei ganga einn.“ Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid. Ísrael Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid.
Ísrael Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent