Umskurður drengja er tímaskekkja Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:15 Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun