Innlent

Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði

Atli Ísleifsson skrifar
Innbrotið var framið aðfaranótt sunnudagsins síðasta.
Innbrotið var framið aðfaranótt sunnudagsins síðasta. Lögreglan á Vestfjörðum
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn.

Í tilkynningu segir að allir sem geti gefið upplýsingar um manninn séu hvattir til að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 444 0400 eða í einkaskilaboðum á facebooksíðu lögreglunnar.

Í fyrri færslu lögreglunnar á Vestfjörðum kom fram að brotist hafi verið inn í Hamraborg, þaðan sem töluverðu magni af tóbaki var stolið. Virtist það hafa átt sér stað um þrjú þá nótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×