Hæpið að verkalýðshreyfingin geti verið stjórnmálaframboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. nóvember 2019 06:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur nefnt hugmyndir um stjórnmálaþátttöku VR. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði nýlega hugmyndir um að verkalýðshreyfingin stigi á svið flokkspólitíkur, annaðhvort með eigin framboðslista eða með styrkjum til flokka til að ná markmiðum hreyfingarinnar fram. Lögspekingar eru hins vegar ekki sannfærðir um að þetta samrýmist hlutverki hreyfingarinnar samkvæmt lögum. „Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hér ber að líta til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar Mannréttindasáttmálans um félagafrelsi. Gengið hafa dómar gegn Íslandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna þessa. Svo sem í máli Varðar Ólafssonar frá árinu 2010, er laut að gjöldum til Samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra samtaka til ýmissa pólitískra mála, svo sem aðildar að Evrópusambandinu. Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög sem slík geti ekki starfað sem stjórnmálaflokkar eða notað sjóði sína í framboð. „Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti,“ segir Elín. Aðspurð um hvort verkalýðsfélög gætu stofnað framboð á annarri kennitölu segir hún það hæpið. „Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman,“ segir Elín. Samkvæmt lögum nr. 17/2003 sé í báðum tilfellum um að ræða almenn félög og ekki skráningarskyld. „Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina.“ Hvað varðar að styrkja flokka telur Elín ekkert hindra að verkalýðshreyfingin geti gert það upp að vissu marki, eða 550 þúsundum samkvæmt lögum. Segir hún ekki vera lögbundna aðildarskyldu að stéttarfélögum, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þá þjónustu sem stéttarfélögin myndu annars veita, svo sem kjarasamningsgerð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði nýlega hugmyndir um að verkalýðshreyfingin stigi á svið flokkspólitíkur, annaðhvort með eigin framboðslista eða með styrkjum til flokka til að ná markmiðum hreyfingarinnar fram. Lögspekingar eru hins vegar ekki sannfærðir um að þetta samrýmist hlutverki hreyfingarinnar samkvæmt lögum. „Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hér ber að líta til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar Mannréttindasáttmálans um félagafrelsi. Gengið hafa dómar gegn Íslandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna þessa. Svo sem í máli Varðar Ólafssonar frá árinu 2010, er laut að gjöldum til Samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra samtaka til ýmissa pólitískra mála, svo sem aðildar að Evrópusambandinu. Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög sem slík geti ekki starfað sem stjórnmálaflokkar eða notað sjóði sína í framboð. „Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti,“ segir Elín. Aðspurð um hvort verkalýðsfélög gætu stofnað framboð á annarri kennitölu segir hún það hæpið. „Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman,“ segir Elín. Samkvæmt lögum nr. 17/2003 sé í báðum tilfellum um að ræða almenn félög og ekki skráningarskyld. „Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina.“ Hvað varðar að styrkja flokka telur Elín ekkert hindra að verkalýðshreyfingin geti gert það upp að vissu marki, eða 550 þúsundum samkvæmt lögum. Segir hún ekki vera lögbundna aðildarskyldu að stéttarfélögum, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þá þjónustu sem stéttarfélögin myndu annars veita, svo sem kjarasamningsgerð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira