Samherjamenn undirbúa varnirnar Davíð Stefánsson skrifar 26. nóvember 2019 06:15 Vísir/Sigurjón Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. Samherjamálið er á borði skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verkefnunum. „Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. „En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“ Garðar, sem verið hefur lögmaður Samherja til langs tíma, gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans. Þá voru einstaklingar hvattir til að hafa lögmann sér við hlið. Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, staðfestir að hafa ráðið Halldór Brynjar Halldórsson. Nafn Örnu kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Arnar Þór Stefánsson, hjá LEX Lögmannsstofu, staðfestir að hann verði lögmaður Egils Helga Árnasonar, sem kom að stjórnun ArcticNam, gegnum afríska lögmannsstofu. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, mun hafa ráðið Svein Guðmundsson hjá Juralis. Jón Óttar var ráðgjafi hjá Samherja og er sagður hafa verið í innsta hring Namibíuveiðanna. Þá mun Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, verja einstakling sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Garðar staðfestir það en vill ekki gefa upp nöfn að svo stöddu. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék tímabundið sem forstjóri, kveðst ekki hafa ráðið lögmann. Ekki er ljóst hvort Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi ráðið lögmann. Stjórn Samherja hefur sagst hafa ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka sín mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niðurstöður liggja fyrir um rannsóknina á starfseminni í Afríku“. Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. Samherjamálið er á borði skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verkefnunum. „Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. „En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“ Garðar, sem verið hefur lögmaður Samherja til langs tíma, gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans. Þá voru einstaklingar hvattir til að hafa lögmann sér við hlið. Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, staðfestir að hafa ráðið Halldór Brynjar Halldórsson. Nafn Örnu kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Arnar Þór Stefánsson, hjá LEX Lögmannsstofu, staðfestir að hann verði lögmaður Egils Helga Árnasonar, sem kom að stjórnun ArcticNam, gegnum afríska lögmannsstofu. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, mun hafa ráðið Svein Guðmundsson hjá Juralis. Jón Óttar var ráðgjafi hjá Samherja og er sagður hafa verið í innsta hring Namibíuveiðanna. Þá mun Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, verja einstakling sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Garðar staðfestir það en vill ekki gefa upp nöfn að svo stöddu. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék tímabundið sem forstjóri, kveðst ekki hafa ráðið lögmann. Ekki er ljóst hvort Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi ráðið lögmann. Stjórn Samherja hefur sagst hafa ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka sín mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niðurstöður liggja fyrir um rannsóknina á starfseminni í Afríku“.
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira