Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 23:30 Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. „Núna væri miklu meira kostnaðarsamt fyrir Kínverjana að senda inn skriðdrekana heldur en að leyfa Hong Kong að brenna,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ Kosið var í gær í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong en þar vann stjórnarandstaðan stórsigur. Kjörsókn í gær var tvöföld á við það sem var fyrir fjórum árum. Framboð lýðræðissinna, sem njóta stuðnings mótmælahreyfingarinnar sem hefur krafist breytinga undanfarið hálft ár, fékk nærri sextíu prósent atkvæða og 374 þingsæti af 452.Sjá einnig: Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn „Hong Kong er Kína en þannig séð ekki. Þetta var bresk nýlenda fram að 1997 og svo var Hong Kong gefið aftur til meginlandsins undir „ein þjóð, tvö kerfi“ reglu.“ Hann segir Hong Kong töluvert líkara Vesturlöndum en Kína. Hong Kong hafi verið „bretavædd“ á síðustu 150 árum. Tungumálið og hugsunarhátturinn sé allt annar. „Það sem ég myndi segja að hafi haft mest áhrif á hvernig Kína breyttist á 20. öldinni var menningarbyltingin og Hong Kong upplifði hana ekki,“ bætir hann við.Óeirðalögreglan í Hong Kong gengur um stræti borgarinnar.getty/Anthony Kwan„Þeir eru enn þá með mjög gömul gildi sem voru þarna til staðar fyrir hundruðum árum síðan í Kína, áður en Hong Kong varð hluti af Bretlandi,“ segir Helgi. „Til að skilja hvernig lýðræði í Hong Kong virkar, þeir hafa vissulega miklu meiri réttindi en íbúar á meginlandinu en Hong Kong var aldrei þessi lýðræðisparadís sem er verið að mála hana upp sem.“ „Lýðræði í Hong Kong er skipt upp í nokkrar deildir. Þú ert þarna með aðalstjórnina, það sem er kallað Chief Executive, það er í rauninni bara 1200 manna teymi og þeir stjórna öllu í Hong Kong. Það er það sem Carrie Lam stjórnar og þeir sjá um öll lög og allt það. Undir því ertu með þessi umdæmi, eða District Councils, sem var verið að kjósa um núna um helgina. Þetta eru átján umdæmi og verkefnaskipan þeirra er mjög smávægileg, að ákveða kannski staðsetningar á nýjum strætóstoppum og hvar á að byggja nýtt bílaplan. Þetta eru mjög lítil verkefni sem þau fá,“ segir Helgi. „Þessar kosningar hafa í rauninni engin bein áhrif, þetta var í rauninni bara skoðanakönnun á því hvernig íbúar í Hong Kong standa núna, hvort þeir standi á með eða á móti þessum mótmælum.“Hong Kong ekki jafn mikilvægt Kína eins og áður Stór hluti mótmælenda eru mjög ungir einstaklingar, margir stúdentar, og meðalaldur þeirra á bilinu 16-20 ára segir Helgi. Þeir þekki í raun ekkert annað en núverandi stjórnarhætti. „Á meðan Hong Kong var undir Bretastjórn litu Bretar niður á Hong Kong búa og þeir sem eru að mótmæla núna, það eina sem þeir hafa alist upp við er þessi yfirgnæfandi ótti um það þegar stóri rauði drekinn kemur og innlimar þá í meginlandið,“ segir Helgi.Miklar óeirðir hafa geisað í Hong Kong undanfarna mánuði.getty/Anthony KwanHelgi segist aldrei hafa búist við því að mótmælin myndu standa svona lengi án viðbragða frá meginlandi Kína. Þolinmæði þeirra hafi komið nokkuð á óvart. „Ég óttast það að þolinmæðin sé að renna út, sérstaklega núna í kjölfar þessara kosninga.“ „Það eru í raun tvær leiðir sem gætu gerst núna. Á annan bóginn þá geta íbúar Hong Kong sagt „nú erum við ekki bara búin að vera með mótmæli, nú erum við með á svart á hvítu hvar við stöndum í þessum málefnum. Núna getum við haldið áfram í viðræðum og gert það á lagalegum nótum.“ Eða þá það gæti verið að þessi úrslit hafi stappað stáli í þá og nú verði mótmælin enn þá stærri. Við verðum núna bara að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Helgi. „Ef það verður að mótmælin verða enn þá stærri þá er í raun spurning hvort herinn verði sendur inn.“ Þá sé Hong Kong ekki lengur jafn mikilvæg Kínverjum eins og hún var sem fjármálamiðstöð. Efnahagur meginlandsins hafi ekki verið eins stór og hann er í dag þegar Hong Kong var skilað aftur til meginlandsins á tíunda áratugnum. Nú séu margar hafnarborgir á meginlandinu sem eru orðnar stærri en Hong Kong í þessum efnum, til að mynda Sjanghæ. „Þess vegna eru Kínverjar á meginlandinu kannski hissa á þessum mótmælum. Þeir sjá þarna fyrst og fremst „bíddu, þið eruð að standa vörð um kosningarétt sem þið höfðuð aldrei til að byrja með. Hvers vegna ætti okkur að vera svona annt um ykkar gildi, við erum alveg sjálfbærir núna þegar kemur að fjárfestingum og allri þessari erlendu fjárfestingu, þannig að hvað er það sem þið hafið nú upp á að bjóða“,“ segir Helgi. „Vandamálið er, það er svo erfitt að komast að því hvað er að gerast í Hong Kong vegna þess að núna hefur Hong Kong hálfpartinn breyst í áróðursleppstríð milli austurs og vesturs.“ Hong Kong Kína Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Á annað hundrað mótmælendur enn lokaðir af Umsátursástand ríkir enn við Fjöltækniskólann í Hong Kong. 19. nóvember 2019 08:11 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Lýðræðissinnar unnu stórsigur í Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða 24. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
„Núna væri miklu meira kostnaðarsamt fyrir Kínverjana að senda inn skriðdrekana heldur en að leyfa Hong Kong að brenna,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ Kosið var í gær í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong en þar vann stjórnarandstaðan stórsigur. Kjörsókn í gær var tvöföld á við það sem var fyrir fjórum árum. Framboð lýðræðissinna, sem njóta stuðnings mótmælahreyfingarinnar sem hefur krafist breytinga undanfarið hálft ár, fékk nærri sextíu prósent atkvæða og 374 þingsæti af 452.Sjá einnig: Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn „Hong Kong er Kína en þannig séð ekki. Þetta var bresk nýlenda fram að 1997 og svo var Hong Kong gefið aftur til meginlandsins undir „ein þjóð, tvö kerfi“ reglu.“ Hann segir Hong Kong töluvert líkara Vesturlöndum en Kína. Hong Kong hafi verið „bretavædd“ á síðustu 150 árum. Tungumálið og hugsunarhátturinn sé allt annar. „Það sem ég myndi segja að hafi haft mest áhrif á hvernig Kína breyttist á 20. öldinni var menningarbyltingin og Hong Kong upplifði hana ekki,“ bætir hann við.Óeirðalögreglan í Hong Kong gengur um stræti borgarinnar.getty/Anthony Kwan„Þeir eru enn þá með mjög gömul gildi sem voru þarna til staðar fyrir hundruðum árum síðan í Kína, áður en Hong Kong varð hluti af Bretlandi,“ segir Helgi. „Til að skilja hvernig lýðræði í Hong Kong virkar, þeir hafa vissulega miklu meiri réttindi en íbúar á meginlandinu en Hong Kong var aldrei þessi lýðræðisparadís sem er verið að mála hana upp sem.“ „Lýðræði í Hong Kong er skipt upp í nokkrar deildir. Þú ert þarna með aðalstjórnina, það sem er kallað Chief Executive, það er í rauninni bara 1200 manna teymi og þeir stjórna öllu í Hong Kong. Það er það sem Carrie Lam stjórnar og þeir sjá um öll lög og allt það. Undir því ertu með þessi umdæmi, eða District Councils, sem var verið að kjósa um núna um helgina. Þetta eru átján umdæmi og verkefnaskipan þeirra er mjög smávægileg, að ákveða kannski staðsetningar á nýjum strætóstoppum og hvar á að byggja nýtt bílaplan. Þetta eru mjög lítil verkefni sem þau fá,“ segir Helgi. „Þessar kosningar hafa í rauninni engin bein áhrif, þetta var í rauninni bara skoðanakönnun á því hvernig íbúar í Hong Kong standa núna, hvort þeir standi á með eða á móti þessum mótmælum.“Hong Kong ekki jafn mikilvægt Kína eins og áður Stór hluti mótmælenda eru mjög ungir einstaklingar, margir stúdentar, og meðalaldur þeirra á bilinu 16-20 ára segir Helgi. Þeir þekki í raun ekkert annað en núverandi stjórnarhætti. „Á meðan Hong Kong var undir Bretastjórn litu Bretar niður á Hong Kong búa og þeir sem eru að mótmæla núna, það eina sem þeir hafa alist upp við er þessi yfirgnæfandi ótti um það þegar stóri rauði drekinn kemur og innlimar þá í meginlandið,“ segir Helgi.Miklar óeirðir hafa geisað í Hong Kong undanfarna mánuði.getty/Anthony KwanHelgi segist aldrei hafa búist við því að mótmælin myndu standa svona lengi án viðbragða frá meginlandi Kína. Þolinmæði þeirra hafi komið nokkuð á óvart. „Ég óttast það að þolinmæðin sé að renna út, sérstaklega núna í kjölfar þessara kosninga.“ „Það eru í raun tvær leiðir sem gætu gerst núna. Á annan bóginn þá geta íbúar Hong Kong sagt „nú erum við ekki bara búin að vera með mótmæli, nú erum við með á svart á hvítu hvar við stöndum í þessum málefnum. Núna getum við haldið áfram í viðræðum og gert það á lagalegum nótum.“ Eða þá það gæti verið að þessi úrslit hafi stappað stáli í þá og nú verði mótmælin enn þá stærri. Við verðum núna bara að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Helgi. „Ef það verður að mótmælin verða enn þá stærri þá er í raun spurning hvort herinn verði sendur inn.“ Þá sé Hong Kong ekki lengur jafn mikilvæg Kínverjum eins og hún var sem fjármálamiðstöð. Efnahagur meginlandsins hafi ekki verið eins stór og hann er í dag þegar Hong Kong var skilað aftur til meginlandsins á tíunda áratugnum. Nú séu margar hafnarborgir á meginlandinu sem eru orðnar stærri en Hong Kong í þessum efnum, til að mynda Sjanghæ. „Þess vegna eru Kínverjar á meginlandinu kannski hissa á þessum mótmælum. Þeir sjá þarna fyrst og fremst „bíddu, þið eruð að standa vörð um kosningarétt sem þið höfðuð aldrei til að byrja með. Hvers vegna ætti okkur að vera svona annt um ykkar gildi, við erum alveg sjálfbærir núna þegar kemur að fjárfestingum og allri þessari erlendu fjárfestingu, þannig að hvað er það sem þið hafið nú upp á að bjóða“,“ segir Helgi. „Vandamálið er, það er svo erfitt að komast að því hvað er að gerast í Hong Kong vegna þess að núna hefur Hong Kong hálfpartinn breyst í áróðursleppstríð milli austurs og vesturs.“
Hong Kong Kína Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Á annað hundrað mótmælendur enn lokaðir af Umsátursástand ríkir enn við Fjöltækniskólann í Hong Kong. 19. nóvember 2019 08:11 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Lýðræðissinnar unnu stórsigur í Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða 24. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Á annað hundrað mótmælendur enn lokaðir af Umsátursástand ríkir enn við Fjöltækniskólann í Hong Kong. 19. nóvember 2019 08:11
Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04
Lýðræðissinnar unnu stórsigur í Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða 24. nóvember 2019 23:30