Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2019 19:00 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir að ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga. vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm.Í Kompás sem birtur var á Vísi í dag gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd, grunnskólann og í raun allt samfélagið á Nesinu, hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún hafi orðið fyrir af hendi móður sinnar sem glímir við geð- og áfengisvanda.Sjá einnig: https://www.visir.is/g/2019191129332/lokud-a-heimilinu-med-gedveikri-modurGögn í máli stúlkunnar sýna að nefndin hafa verið meðvituð um aðstæður stúlkunnar. Lögregla hafi til að mynda verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir málið dapurlegt. „Um leið og maður er auðvitað sorgmæddur þegar svona fréttir koma þá er erfitt að tjá sig efnislega um einstaka mál. En við erum að gera breytingar á kerfinu því við erum að sjá í alltof miklum mæli að börn lendi þarna á milli kerfa,“ segir Ásmundur og bætir við að það gerist allt of oft að kerfin tali ekki saman. „Lögreglan, heilbrigðiskerfið, skólanirnir og félagsþjónustan. Það erum við líka að tryggja núna og er hluti af þessari breytingu,“ segir Ásmundur. Vinna við breytingu á barnaverndarlöggjöfinni sé að hefjast og til standi að leggja fram frumvarp á vorþingi. Stúlkan telur klíkuskap hafa haft áhrif. Amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Forstjóri stofnunarinnar, Heiða Björg Pálmadóttir, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar. „Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða Björg og tekur Ásmundur í sama streng. „Við erum að skoða breytingar á þessu líka varðandi stærð barnaverndarnefndanna og líka hvernig þær eru samsettar,“ segir Ásmundur. Þá þurfi að tryggja aðkomu fagfólks í barnaverndarnefndirnar. Ljóst er af gögnunum í máli stúlkunnar að móðir hennar hafi átt við alvarleg veikidi að stríða; Geðhvarfa- og áfengissýki og hefur hún farið í geðrof og haft ranghugmyndir. Ásmundur segir að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. „Það þarf að gerast. Það er að auka þjónustu við öll börn sem búa við slíkar aðstæður,“ segir Ásmundur. Barnavernd Félagsmál Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm.Í Kompás sem birtur var á Vísi í dag gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd, grunnskólann og í raun allt samfélagið á Nesinu, hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún hafi orðið fyrir af hendi móður sinnar sem glímir við geð- og áfengisvanda.Sjá einnig: https://www.visir.is/g/2019191129332/lokud-a-heimilinu-med-gedveikri-modurGögn í máli stúlkunnar sýna að nefndin hafa verið meðvituð um aðstæður stúlkunnar. Lögregla hafi til að mynda verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir málið dapurlegt. „Um leið og maður er auðvitað sorgmæddur þegar svona fréttir koma þá er erfitt að tjá sig efnislega um einstaka mál. En við erum að gera breytingar á kerfinu því við erum að sjá í alltof miklum mæli að börn lendi þarna á milli kerfa,“ segir Ásmundur og bætir við að það gerist allt of oft að kerfin tali ekki saman. „Lögreglan, heilbrigðiskerfið, skólanirnir og félagsþjónustan. Það erum við líka að tryggja núna og er hluti af þessari breytingu,“ segir Ásmundur. Vinna við breytingu á barnaverndarlöggjöfinni sé að hefjast og til standi að leggja fram frumvarp á vorþingi. Stúlkan telur klíkuskap hafa haft áhrif. Amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Forstjóri stofnunarinnar, Heiða Björg Pálmadóttir, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar. „Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða Björg og tekur Ásmundur í sama streng. „Við erum að skoða breytingar á þessu líka varðandi stærð barnaverndarnefndanna og líka hvernig þær eru samsettar,“ segir Ásmundur. Þá þurfi að tryggja aðkomu fagfólks í barnaverndarnefndirnar. Ljóst er af gögnunum í máli stúlkunnar að móðir hennar hafi átt við alvarleg veikidi að stríða; Geðhvarfa- og áfengissýki og hefur hún farið í geðrof og haft ranghugmyndir. Ásmundur segir að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. „Það þarf að gerast. Það er að auka þjónustu við öll börn sem búa við slíkar aðstæður,“ segir Ásmundur.
Barnavernd Félagsmál Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00