Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Lands­menn allir harmi slegnir

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi

Kynfræðingur segir mikilvægt að foreldrar noti rétt orð um líkama barna svo börn hafi réttan orðaforða og þekkingu til að geta greint frá því þegar brotið er á þeim. Ekki hafa fleiri tilkynningar um brot gegn börnum í leikskólum borist skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eða barnavernd frá því að greint var frá því að starfsmaður Múlaborgar væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Kanna starfs­hætti, verk­lag og að­stæður

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Það er hetja á Múlaborg“

Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maðurinn undir sér­stöku eftir­liti í fyrra

Starfsmaður á Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti á leikskólanum vegna sérkennilegs háttalags. Þetta hermar heimildir fréttastofu. Foreldri barns á leikskólanum segir stórskrýtið að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu.

Innlent
Fréttamynd

„Stór­furðu­legt“ að bjóða for­eldrum ekki strax á fund

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Barnið lét for­eldra sína vita af brotinu

Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum.

Innlent
Fréttamynd

Nám í skugga ó­öryggis

Hún er ósýnileg en þung þögnin sem verður eftir þegar loforð breytast í tómar orðarunur og röddin sem þú þráðir að heyra hljóðnar. Fyrir barn er hún eins og lag utanum hjartað, verður óskrifuð kennslubók í því að treysta ekki of mikið. Dag eftir dag lætur hún þig hugsa „Er ég nóg?“

Skoðun
Fréttamynd

Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölmörg brot sem beindust gegn eiginkonu hans, fimm börnum þeirra og líka gegn konu sem leigði hjá honum íbúð. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2022 en fjölskyldan tveimur árum síðar. Meint brot mannsins eru bæði sögð hafa verið framin fyrir og eftir að þau fluttu til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. 

Innlent
Fréttamynd

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?

Já, ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér að undanförnu, það vantar víða súrefni í kerfin okkar. Það er nóg af taka þegar það kemur að því að forgangsraða verkefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Pilturinn á­frýjar ekki þyngsta mögu­lega dómi

Hvorki ákæruvaldið né sakborningur menningarnæturmálsins svokallaða áfrýjuðu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Í héraði var sakborningurinn, sautján ára piltur, dæmdur í átta ára fangelsi, en það er hæsta refsing sem hann gat mögulega fengið.

Innlent
Fréttamynd

Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“

Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið.

Innlent
Fréttamynd

Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það.

Innlent