Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:45 Frá Nýju Delí í Indlandi þar sem loftmengun fer gjarnan yfir heilsuverndarmörk. vísir/getty Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira