Það verður íslensk handboltaveisla á Sportinu í kvöld en einn leikur verður í beinni útsendingu og Seinni bylgjan er svo á sínum stað.
Topplið Hauka sækir ÍR heim í Breiðholtið en Haukar eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.
ÍR hefur verið að gera fína hluti en er í 5. sæti deildarinnar með 13 stig. Liðið getur hoppað upp að hlið Aftureldingar og Selfoss í annað til fjórða sætið með sigri.
Seinni bylgjan er svo á sínum stað þar en flautað verður til leiks klukkan 21.20. Þar verður 11. umferðin gerð upp.
Alla viðburði sem eru framundan í beinni á sportrásunum má sjá hér en vikan er þéttsetin af útsendingum.
Beinar útsendingar dagsins:
19.15 ÍR - Haukar (Stöð 2 Sport)
21.20 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)
Í beinni í dag: Íslensk handboltaveisla
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti
Fleiri fréttir
