Annar skjálftinn, sem reið yfir klukkan 04:22 í nótt, var af stærð 4,0. Hann var á 0,1 kílómetra dýpi. Stuttu síðar, klukkan 04:28, varð annar skjálfti af stærð 3,5.

Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið. Samkvæmt vakthafandi jarðvísindamanni á Veðurstofunni eru engin merki um gosóróa.