Segir innflytjendur löngu búna að greiða fyrir íslenskukennslu með sköttum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:30 Framlag til íslenskukennslu á Íslandi hefur nær staðið í stað í tíu ár. vísir/sigurjón Innflytjendum hefur fjölgað ört síðustu ár á Íslandi og eru nú 13% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur fjárframlag ríkisins til íslenskukennslu nær staðið í stað síðustu tíu ár, hvorki fylgt fjölgun innflytjenda né vísitölu neysluverðs. „Að mínu mati vantar skýrari stefnu og meira fjármagn, núna strax,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu, sem kennir innflytjendum íslensku. Í íslenskuskólanum komast færri að en vilja og sumir hafa ekki efni á náminu.Aneta segir aðsókn í íslenskukennslu mikla og mikilvægt sé að innflytjendur standi betur í samfélaginu með því að kunna tungumálið.visir/sigurjón„Ef við viljum ekki stéttaskiptingu og að innflytjendur séu fastir í láglaunastörfum, ef við viljum samfélag sem skapar frábær tækifæri til innflytjenda til að láta drauma rætast, þá þarf að hugsa um þetta núna, helst í gær.“ Aneta segist áætla varlega þegar hún segir að innflytjendur hafi greitt 24 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir kennsluna með sköttum. „Sem ættu að koma til okkar tilbaka. Það þarf að nota það fjármagn til að fjárfesta í íslenskukennslu til að skapa okkur framtíð,“ segir Aneta.Hefur fullan hug á að gera betur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir hækkun styrkja vera of litla síðustu ár miðað við fjölgun innflytjenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir fullan hug á að hækka framlag til íslenskukennsluEr hugur til að hækka?„Já, við teljum það mikilvægt og við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætlun. Ég hef fullan hug á því að við gerum betur hvað þetta varðar.Hvenær má vænta þess að það komi meira framlag? Við erum að skoða þetta í næstu ríkisfjármálaáætlun því við viljum að aðgengi að tungumálinu okkar sé greitt og gott þannig búum við til réttlátara samfélag og þannig viljum við hafa hlutina.Er einhver sérstök tala í huga? Við erum að skoða þetta allt og það er best að sjá hvað kemur út úr því þegar við erum að móta ríkisfjármálaáætlun.Hér má sjá framlag ríkisins til íslenskukennslu síðustu þrettán ár. Mikil hækkun var á framlaginu árið 2008. Það hefur hækkað örlítið á síðustu árum en þó í engu samræmi við fjölgun innflytjenda og vísitölu neysluverðs.vísir/hafsteinn Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Innflytjendum hefur fjölgað ört síðustu ár á Íslandi og eru nú 13% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur fjárframlag ríkisins til íslenskukennslu nær staðið í stað síðustu tíu ár, hvorki fylgt fjölgun innflytjenda né vísitölu neysluverðs. „Að mínu mati vantar skýrari stefnu og meira fjármagn, núna strax,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu, sem kennir innflytjendum íslensku. Í íslenskuskólanum komast færri að en vilja og sumir hafa ekki efni á náminu.Aneta segir aðsókn í íslenskukennslu mikla og mikilvægt sé að innflytjendur standi betur í samfélaginu með því að kunna tungumálið.visir/sigurjón„Ef við viljum ekki stéttaskiptingu og að innflytjendur séu fastir í láglaunastörfum, ef við viljum samfélag sem skapar frábær tækifæri til innflytjenda til að láta drauma rætast, þá þarf að hugsa um þetta núna, helst í gær.“ Aneta segist áætla varlega þegar hún segir að innflytjendur hafi greitt 24 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir kennsluna með sköttum. „Sem ættu að koma til okkar tilbaka. Það þarf að nota það fjármagn til að fjárfesta í íslenskukennslu til að skapa okkur framtíð,“ segir Aneta.Hefur fullan hug á að gera betur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir hækkun styrkja vera of litla síðustu ár miðað við fjölgun innflytjenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir fullan hug á að hækka framlag til íslenskukennsluEr hugur til að hækka?„Já, við teljum það mikilvægt og við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætlun. Ég hef fullan hug á því að við gerum betur hvað þetta varðar.Hvenær má vænta þess að það komi meira framlag? Við erum að skoða þetta í næstu ríkisfjármálaáætlun því við viljum að aðgengi að tungumálinu okkar sé greitt og gott þannig búum við til réttlátara samfélag og þannig viljum við hafa hlutina.Er einhver sérstök tala í huga? Við erum að skoða þetta allt og það er best að sjá hvað kemur út úr því þegar við erum að móta ríkisfjármálaáætlun.Hér má sjá framlag ríkisins til íslenskukennslu síðustu þrettán ár. Mikil hækkun var á framlaginu árið 2008. Það hefur hækkað örlítið á síðustu árum en þó í engu samræmi við fjölgun innflytjenda og vísitölu neysluverðs.vísir/hafsteinn
Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira