Segir innflytjendur löngu búna að greiða fyrir íslenskukennslu með sköttum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:30 Framlag til íslenskukennslu á Íslandi hefur nær staðið í stað í tíu ár. vísir/sigurjón Innflytjendum hefur fjölgað ört síðustu ár á Íslandi og eru nú 13% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur fjárframlag ríkisins til íslenskukennslu nær staðið í stað síðustu tíu ár, hvorki fylgt fjölgun innflytjenda né vísitölu neysluverðs. „Að mínu mati vantar skýrari stefnu og meira fjármagn, núna strax,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu, sem kennir innflytjendum íslensku. Í íslenskuskólanum komast færri að en vilja og sumir hafa ekki efni á náminu.Aneta segir aðsókn í íslenskukennslu mikla og mikilvægt sé að innflytjendur standi betur í samfélaginu með því að kunna tungumálið.visir/sigurjón„Ef við viljum ekki stéttaskiptingu og að innflytjendur séu fastir í láglaunastörfum, ef við viljum samfélag sem skapar frábær tækifæri til innflytjenda til að láta drauma rætast, þá þarf að hugsa um þetta núna, helst í gær.“ Aneta segist áætla varlega þegar hún segir að innflytjendur hafi greitt 24 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir kennsluna með sköttum. „Sem ættu að koma til okkar tilbaka. Það þarf að nota það fjármagn til að fjárfesta í íslenskukennslu til að skapa okkur framtíð,“ segir Aneta.Hefur fullan hug á að gera betur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir hækkun styrkja vera of litla síðustu ár miðað við fjölgun innflytjenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir fullan hug á að hækka framlag til íslenskukennsluEr hugur til að hækka?„Já, við teljum það mikilvægt og við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætlun. Ég hef fullan hug á því að við gerum betur hvað þetta varðar.Hvenær má vænta þess að það komi meira framlag? Við erum að skoða þetta í næstu ríkisfjármálaáætlun því við viljum að aðgengi að tungumálinu okkar sé greitt og gott þannig búum við til réttlátara samfélag og þannig viljum við hafa hlutina.Er einhver sérstök tala í huga? Við erum að skoða þetta allt og það er best að sjá hvað kemur út úr því þegar við erum að móta ríkisfjármálaáætlun.Hér má sjá framlag ríkisins til íslenskukennslu síðustu þrettán ár. Mikil hækkun var á framlaginu árið 2008. Það hefur hækkað örlítið á síðustu árum en þó í engu samræmi við fjölgun innflytjenda og vísitölu neysluverðs.vísir/hafsteinn Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Innflytjendum hefur fjölgað ört síðustu ár á Íslandi og eru nú 13% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur fjárframlag ríkisins til íslenskukennslu nær staðið í stað síðustu tíu ár, hvorki fylgt fjölgun innflytjenda né vísitölu neysluverðs. „Að mínu mati vantar skýrari stefnu og meira fjármagn, núna strax,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu, sem kennir innflytjendum íslensku. Í íslenskuskólanum komast færri að en vilja og sumir hafa ekki efni á náminu.Aneta segir aðsókn í íslenskukennslu mikla og mikilvægt sé að innflytjendur standi betur í samfélaginu með því að kunna tungumálið.visir/sigurjón„Ef við viljum ekki stéttaskiptingu og að innflytjendur séu fastir í láglaunastörfum, ef við viljum samfélag sem skapar frábær tækifæri til innflytjenda til að láta drauma rætast, þá þarf að hugsa um þetta núna, helst í gær.“ Aneta segist áætla varlega þegar hún segir að innflytjendur hafi greitt 24 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir kennsluna með sköttum. „Sem ættu að koma til okkar tilbaka. Það þarf að nota það fjármagn til að fjárfesta í íslenskukennslu til að skapa okkur framtíð,“ segir Aneta.Hefur fullan hug á að gera betur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir hækkun styrkja vera of litla síðustu ár miðað við fjölgun innflytjenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir fullan hug á að hækka framlag til íslenskukennsluEr hugur til að hækka?„Já, við teljum það mikilvægt og við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætlun. Ég hef fullan hug á því að við gerum betur hvað þetta varðar.Hvenær má vænta þess að það komi meira framlag? Við erum að skoða þetta í næstu ríkisfjármálaáætlun því við viljum að aðgengi að tungumálinu okkar sé greitt og gott þannig búum við til réttlátara samfélag og þannig viljum við hafa hlutina.Er einhver sérstök tala í huga? Við erum að skoða þetta allt og það er best að sjá hvað kemur út úr því þegar við erum að móta ríkisfjármálaáætlun.Hér má sjá framlag ríkisins til íslenskukennslu síðustu þrettán ár. Mikil hækkun var á framlaginu árið 2008. Það hefur hækkað örlítið á síðustu árum en þó í engu samræmi við fjölgun innflytjenda og vísitölu neysluverðs.vísir/hafsteinn
Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira