Vill sameina stofnanir til að efla eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 19:00 Ríkislögreglustjóri er til húsa við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“ Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira