Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 16:53 Ásdís Rán og Ruja Ignatova. FBL/STEFÁN/FLICKR/ONECOIN Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent