Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard fékk töluverða gagnrýni fyrir líkamlegt ástand sitt þegar hann skrifað undir samning við spænska stórveldið Real Madrid í sumar.
Hazard segir þá umræðu hafa átt rétt á sér en kveðst einfaldlega gera vel við sig þegar hann fer í frí.
„Það er rétt. Ég ætla ekki að fara í felur með það en þegar ég er í fríi þá er ég í fríi,“ segir Hazard í viðtali við L´Equipe.
„Ég hafði bætt á mig fimm kílóum. Ég er þannig gerður að ég bæti fljótt á mig og ég er mjög fljótur að losa mig við aukakílóin. Ég losaði mig við þau á 10 dögum,“ segir Hazard.
Real Madrid borgaði meira en 100 milljónir evra fyrir þennan 28 ára gamla sóknarmann og hefur hann farið rólega af stað hjá spænska liðinu; skorað eitt mark í ellefu leikjum í öllum keppnum.
Hazard viðurkennir að hafa verið aðeins of þungur
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
