Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 07:36 David og Gillian Millane, foreldrar Grace, ræddu við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í morgun. AP Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, en maðurinn kyrkti Millane og kom svo líkinu hennar fyrir í ferðatösku. Lík Millane fannst grafið í kjarri skammt frá Auckland um viku eftir að hún hvarf. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur og hélt hinn dæmdi, sem er 27 ára, því fram að hann hafi orðið henni að bana í „harkalegu kynlífi“.Sjá einnig:Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumótBBC segir frá því að foreldrar Millane, David og Gillian, hafi brostið í grát þegar kviðdómendur tilkynntu að hinn ákærði hafi verið fundinn sekur. Hann sýndi engar tilfinningar þegar dómur var lesinn upp, en niðurstaða náðist eftir um fimm tíma umhugsunartíma kviðdómenda. Dómarinn greindi svo frá því að refsing yrði ákvörðuð þann 21. febrúar á næsta ári.Að neðan má sjá myndir úr dómsal í morgun.Millane-hjónin höfðu flogið sérstaklega til Nýja-Sjálands vegna réttarhaldanna og sögðu við fjölmiðla að fjölskylda og vinir Millane myndu fagna niðurstöðunni. Hafi líf fjölskyldunnar verið eyðilagt vegna hins „villimannslega“ morðs á dótturinni. „Grace var sólskin okkar og hennar verður saknað að eilífu,“ sagði faðir Grace. Grace Millane var frá Essex í Bretlandi og var á bakpokaferðalagi um heiminn og kynntist morðingja sínum í gegnum stefnumótaforritið Tinder þann 1. desember síðastliðinn, daginn áður en hún myndi fagna 22 ára afmæli sínu. Vörðu þau nokkrum klukkustundum saman þar sem þau fengu sér kokteila áður en þau héldu á hótelherbergi mannsins.Sjá einnig:Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Lík Millane fannst í Waitākere-fjallgarðinum um viku síðar. Leiddi réttarkrufning í ljós að þrengt hafi verið að öndunarveg hennar. Málið vakti gríðarlega athygli í Nýja-Sjálandi þar sem Jacinda Ardern forsætisráðherra bað fjölskyldu Millane sérstaklega afsökunar.Að neðan má sjá foreldra Grace Millane þar sem þau bregðast við dómnum. Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, en maðurinn kyrkti Millane og kom svo líkinu hennar fyrir í ferðatösku. Lík Millane fannst grafið í kjarri skammt frá Auckland um viku eftir að hún hvarf. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur og hélt hinn dæmdi, sem er 27 ára, því fram að hann hafi orðið henni að bana í „harkalegu kynlífi“.Sjá einnig:Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumótBBC segir frá því að foreldrar Millane, David og Gillian, hafi brostið í grát þegar kviðdómendur tilkynntu að hinn ákærði hafi verið fundinn sekur. Hann sýndi engar tilfinningar þegar dómur var lesinn upp, en niðurstaða náðist eftir um fimm tíma umhugsunartíma kviðdómenda. Dómarinn greindi svo frá því að refsing yrði ákvörðuð þann 21. febrúar á næsta ári.Að neðan má sjá myndir úr dómsal í morgun.Millane-hjónin höfðu flogið sérstaklega til Nýja-Sjálands vegna réttarhaldanna og sögðu við fjölmiðla að fjölskylda og vinir Millane myndu fagna niðurstöðunni. Hafi líf fjölskyldunnar verið eyðilagt vegna hins „villimannslega“ morðs á dótturinni. „Grace var sólskin okkar og hennar verður saknað að eilífu,“ sagði faðir Grace. Grace Millane var frá Essex í Bretlandi og var á bakpokaferðalagi um heiminn og kynntist morðingja sínum í gegnum stefnumótaforritið Tinder þann 1. desember síðastliðinn, daginn áður en hún myndi fagna 22 ára afmæli sínu. Vörðu þau nokkrum klukkustundum saman þar sem þau fengu sér kokteila áður en þau héldu á hótelherbergi mannsins.Sjá einnig:Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Lík Millane fannst í Waitākere-fjallgarðinum um viku síðar. Leiddi réttarkrufning í ljós að þrengt hafi verið að öndunarveg hennar. Málið vakti gríðarlega athygli í Nýja-Sjálandi þar sem Jacinda Ardern forsætisráðherra bað fjölskyldu Millane sérstaklega afsökunar.Að neðan má sjá foreldra Grace Millane þar sem þau bregðast við dómnum.
Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00