Enn einn leikurinn sem Juventus snýr sér í hag Anton Ingi Leifsson skrifar 23. nóvember 2019 15:45 Higuain fagnar í dag. Juventus er með fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Atalanta í dag. Staðan var markalaus í hálfleik en á 56. mínútu komst Atalanta yfir. Robin Gosens skoraði markið en þannig stóðu leikar þangað til á 74. mínútu. Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain jafnaði þá metin en Higuain var ekki hættur því átta mínútum fyrir leikslok kom hann Juventus í 2-1. Paulo Dybala bætti við þriðja markinu svo í uppbótartíma. Juventus er með 35 stig á toppi deildarinnar en Inter er í öðru sætinu með 31 stig. Atalanta er í 5. sætinu með 22 stig. Ítalski boltinn
Juventus er með fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Atalanta í dag. Staðan var markalaus í hálfleik en á 56. mínútu komst Atalanta yfir. Robin Gosens skoraði markið en þannig stóðu leikar þangað til á 74. mínútu. Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain jafnaði þá metin en Higuain var ekki hættur því átta mínútum fyrir leikslok kom hann Juventus í 2-1. Paulo Dybala bætti við þriðja markinu svo í uppbótartíma. Juventus er með 35 stig á toppi deildarinnar en Inter er í öðru sætinu með 31 stig. Atalanta er í 5. sætinu með 22 stig.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti