Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 16:48 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Oded Balilty Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu. Ísrael Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu.
Ísrael Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira