Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 14:16 Engilbert Runólfsson athafnarmaður var stórtæku í byggingargeiranum fyrir hrun Fréttablaðið/E.Ól. Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. Hann segir um að ræða fyrstu opinberu svör sín við þeim „viðbjóði“ sem fjölmiðlar hafi borið á borð um sig. Hann hafi aldrei svarað en nú virðist mælirinn fullur. „Hvað er áhrifavaldur/valdar? Er það ekki e-h sem veldur áhrifum/afleiðingum? Ég held það!“ segir Engilbert. Nýjustu tíðindi af Engilbert eru þau að hann hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vesturlands en félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Fréttastofa fjallaði um málið á dögunum en Engilbert vildi ekki tjá sig.„Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!“ Engilbert segir marga þjóðþekkta aðila koma við sögu. Bæjarstjóra, útrásarvíkinga, bankafólk, leppa, skreppa og fleiri. „Þetta gæti orðið spennandi!“ Þá birtir hann lista yfir mál sem hann ætlar að tjá sig um. „Nokkur mál sem koma örugglega upp eru Glaðheimar "Gustmálið" og Kópavogsbær,VBS/SS lögm/Straumur/Burðarás, Laugardælir við Selfoss og þáverandi no 1 á Selfossi, Frakkastígsreitur "Dauðahúsin" , VBS og JB viðskiptin, Klæðning hf og fyrrverandi eigendur þar, INNOVA ehf raunverulegt skipurit og tilgangur, Landsbankinn gamli og "nýji", Traðarreitir í Kópavogi, Hlíðarsmáralóðin fræga og samskipti manna þar, Vatnsendablettur 134 og Kópavogsbær.“ Málin verði örugglega fleiri en þetta dugi í bili. Engilbert var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Þá á hann að baki nokkuð langan sakaferil meðal annars fyrir brot á fíkniefnalögum, skotvopnalögum, hylmingu og skjalafals. Húsnæðismál Tengdar fréttir Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 VBS lánaði milljarða út á loftkastalasmíði VBS fjárfestingarbanki með fulltingi Landsbankans tók þátt í kaupum á fasteignaverkefnum og lánaði milljarða króna út á mat á hugsanlegu söluandvirði fasteigna sem aldrei risu. 10. janúar 2011 07:00 Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57 1,2 milljarða gjaldþrot verktakafélagsins Innova Nær ekkert fékkst upp í lýstar kröfur. 23. október 2015 10:20 Engilbert kaupir verktakafyrirtækið Ris Stafna á milli, verktakafyrirtæki Engilberts Runólfssonar, hefur keypt byggingafyrirtækið Ris. Gengið var frá kaupunum um helgina en heimildir Vísis herma að kaupverðið sé um tveir milljarðar. 20. ágúst 2007 08:56 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. Hann segir um að ræða fyrstu opinberu svör sín við þeim „viðbjóði“ sem fjölmiðlar hafi borið á borð um sig. Hann hafi aldrei svarað en nú virðist mælirinn fullur. „Hvað er áhrifavaldur/valdar? Er það ekki e-h sem veldur áhrifum/afleiðingum? Ég held það!“ segir Engilbert. Nýjustu tíðindi af Engilbert eru þau að hann hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vesturlands en félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Fréttastofa fjallaði um málið á dögunum en Engilbert vildi ekki tjá sig.„Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!“ Engilbert segir marga þjóðþekkta aðila koma við sögu. Bæjarstjóra, útrásarvíkinga, bankafólk, leppa, skreppa og fleiri. „Þetta gæti orðið spennandi!“ Þá birtir hann lista yfir mál sem hann ætlar að tjá sig um. „Nokkur mál sem koma örugglega upp eru Glaðheimar "Gustmálið" og Kópavogsbær,VBS/SS lögm/Straumur/Burðarás, Laugardælir við Selfoss og þáverandi no 1 á Selfossi, Frakkastígsreitur "Dauðahúsin" , VBS og JB viðskiptin, Klæðning hf og fyrrverandi eigendur þar, INNOVA ehf raunverulegt skipurit og tilgangur, Landsbankinn gamli og "nýji", Traðarreitir í Kópavogi, Hlíðarsmáralóðin fræga og samskipti manna þar, Vatnsendablettur 134 og Kópavogsbær.“ Málin verði örugglega fleiri en þetta dugi í bili. Engilbert var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Þá á hann að baki nokkuð langan sakaferil meðal annars fyrir brot á fíkniefnalögum, skotvopnalögum, hylmingu og skjalafals.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 VBS lánaði milljarða út á loftkastalasmíði VBS fjárfestingarbanki með fulltingi Landsbankans tók þátt í kaupum á fasteignaverkefnum og lánaði milljarða króna út á mat á hugsanlegu söluandvirði fasteigna sem aldrei risu. 10. janúar 2011 07:00 Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57 1,2 milljarða gjaldþrot verktakafélagsins Innova Nær ekkert fékkst upp í lýstar kröfur. 23. október 2015 10:20 Engilbert kaupir verktakafyrirtækið Ris Stafna á milli, verktakafyrirtæki Engilberts Runólfssonar, hefur keypt byggingafyrirtækið Ris. Gengið var frá kaupunum um helgina en heimildir Vísis herma að kaupverðið sé um tveir milljarðar. 20. ágúst 2007 08:56 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00
„Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55
VBS lánaði milljarða út á loftkastalasmíði VBS fjárfestingarbanki með fulltingi Landsbankans tók þátt í kaupum á fasteignaverkefnum og lánaði milljarða króna út á mat á hugsanlegu söluandvirði fasteigna sem aldrei risu. 10. janúar 2011 07:00
Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57
1,2 milljarða gjaldþrot verktakafélagsins Innova Nær ekkert fékkst upp í lýstar kröfur. 23. október 2015 10:20
Engilbert kaupir verktakafyrirtækið Ris Stafna á milli, verktakafyrirtæki Engilberts Runólfssonar, hefur keypt byggingafyrirtækið Ris. Gengið var frá kaupunum um helgina en heimildir Vísis herma að kaupverðið sé um tveir milljarðar. 20. ágúst 2007 08:56