Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 10:30 Starfsmenn Trump segja hann hata Úkraínu vegna samsæriskenninga sem sagðar eru komnar frá Rudy Giuliani. AP/Evan Vucci Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 milljóna dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. Yfirlýsingar vitna, viðtöl við núverandi og fyrrverandi aðstoðarmenn Trump og símtöl forsetans styðja þó ekki þá vörn Trump-liða. „Forsetanum er drullusama um Úkraínu,“ sagði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, við samstarfsmenn sína samkvæmt vitnisburði erindrekans David Holmes. Sá sagði Sondland hafa bætt við að Trump vildi eingöngu að Úkraínumenn hæfu rannsóknir á Joe Biden, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, og Hunter Biden, syni hans. Sondland sagðist í gær ekki muna eftir þessum tilteknu ummælum en tók fram að hann hefði enga ástæðu til að draga í efa að hann hefði sagt þetta. Þetta á Trump að hafa sagt degi eftir umdeilt símtal Trump og Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky bæði um að rannsaka Biden. Fjórir fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, sem blaðamenn Washington Post ræddu við, segja ummæli Sondland, sannleikanum samkvæm. Trump sé sannfærður um að Úkraínumenn hafi reynt að „taka hann niður“, eins og einn þeirra orðaði það. Hann hefur kvartað yfir því að Úkraína hafi skemmt samband Bandaríkjanna og Rússlands, sem hafa innlimað hluta Úkraínu og styðja aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.Trump segist ekki þekkja Gordon Sondland og bandamenn Trump segja hann meðlim „Djúpríkisins“ sem vilji koma Trump frá völdum. Sondland er hins vegar hótelkeðjueigandi sem gaf embættistöku sjóð Trump milljón dala, var skipaður sendiherra af Trump og segist hafa rætt við forsetann minnst 20 sinnum.AP/Andrew HarnikTrump virðist sannfærður um að samsæriskenningin um að Demókrataflokkurinn hafi í raun starfað með Úkraínumönnum og fengið þá til að brjóta sér leið í tölvukerfi Landsnefndar flokksins og birta tölvupósta þaðan í gegnum Wikileaks. Markmiðið hafi verið að koma sökinni á Trump og Rússa. Þessi samsæriskenning á engar stoðir í raunveruleikanum. Hún er er þvert á þá niðurstöðu löggæslustofnanna og leyniþjónusta Bandaríkjanna að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa Trump að ná kjöri. Vitni sem koma að málefnum Úkraínu og unnu með Sondland segja Giuliani hafa kynnt Trump fyrir samsæriskenningunni og hann hafi sömuleiðis mótað slæma skoðun forsetans á Úkraínu. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir ánægju sinni með að enginn væri lengur að tala um afskipti Rússa af kosningunum 2016. „Guði sé lof. Enginn er að saka okkur um afskipti af kosningum í Bandaríkjunum lengur. Nú eru þeir að ásaka Úkraínu,“ sagði Pútín á ráðstefnu í Moskvu í gær, samkvæmt NBC News.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, fagnar því að Bandaríkjamenn séu hættir að tala um afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016.AP/Alexander ZemlianichenkoVarðandi meintar áhyggjur Trump af spillingu í Úkraínu má einnig benda á það að Trump-liðar hafa ekki getað beint á eitt tilvik þar sem Trump á að hafa barist gegn spillingu þar í landi. Þar að auki sagði Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, í vitnisburði síunum að í tvö skipti sem Trump ræddi við Zelensky í síma hafi undirbúnings skjöl hans fyrir símtalið innihaldið glósur um að hann ætti að ræða við forsetan úkraínska um spillingu. Hann hafi þó ekki gert það.Washington Post sagði líka frá því í byrjun mánaðarins að þegar Trump fundaði með embættismönnum frá Úkraínu í maí hafi hann engan áhuga haft á því að ræða við þá um spillingu né nokkuð annað en það að Úkraínumenn hafi reynt að „taka hann niður“.Aðstoðarmenn Trump og ráðherra funduðu með Trump skömmu áður og reyndu að sannfæra hann um að Zelensky væri af öðru meiði. Hann væri mikilvægur bandamaður og hefði mikinn áhuga á því að gera koma á endurbótum í Úkraínu. „Þetta er hræðilegt, spillt fólk,“ sagði Trump þó. „Við skildum þetta ekki,“ sagði einn háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu við Washington Post. Sá sagði forsetann hafa verið hugfanginn af samsæriskenningunni varðandi afskipti Úkraínu af kosningunum. „Hann hataði Úkraínu.“Rannsóknir sem byggja á samsæriskenningum Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 milljóna dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. Yfirlýsingar vitna, viðtöl við núverandi og fyrrverandi aðstoðarmenn Trump og símtöl forsetans styðja þó ekki þá vörn Trump-liða. „Forsetanum er drullusama um Úkraínu,“ sagði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, við samstarfsmenn sína samkvæmt vitnisburði erindrekans David Holmes. Sá sagði Sondland hafa bætt við að Trump vildi eingöngu að Úkraínumenn hæfu rannsóknir á Joe Biden, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, og Hunter Biden, syni hans. Sondland sagðist í gær ekki muna eftir þessum tilteknu ummælum en tók fram að hann hefði enga ástæðu til að draga í efa að hann hefði sagt þetta. Þetta á Trump að hafa sagt degi eftir umdeilt símtal Trump og Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky bæði um að rannsaka Biden. Fjórir fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, sem blaðamenn Washington Post ræddu við, segja ummæli Sondland, sannleikanum samkvæm. Trump sé sannfærður um að Úkraínumenn hafi reynt að „taka hann niður“, eins og einn þeirra orðaði það. Hann hefur kvartað yfir því að Úkraína hafi skemmt samband Bandaríkjanna og Rússlands, sem hafa innlimað hluta Úkraínu og styðja aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.Trump segist ekki þekkja Gordon Sondland og bandamenn Trump segja hann meðlim „Djúpríkisins“ sem vilji koma Trump frá völdum. Sondland er hins vegar hótelkeðjueigandi sem gaf embættistöku sjóð Trump milljón dala, var skipaður sendiherra af Trump og segist hafa rætt við forsetann minnst 20 sinnum.AP/Andrew HarnikTrump virðist sannfærður um að samsæriskenningin um að Demókrataflokkurinn hafi í raun starfað með Úkraínumönnum og fengið þá til að brjóta sér leið í tölvukerfi Landsnefndar flokksins og birta tölvupósta þaðan í gegnum Wikileaks. Markmiðið hafi verið að koma sökinni á Trump og Rússa. Þessi samsæriskenning á engar stoðir í raunveruleikanum. Hún er er þvert á þá niðurstöðu löggæslustofnanna og leyniþjónusta Bandaríkjanna að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa Trump að ná kjöri. Vitni sem koma að málefnum Úkraínu og unnu með Sondland segja Giuliani hafa kynnt Trump fyrir samsæriskenningunni og hann hafi sömuleiðis mótað slæma skoðun forsetans á Úkraínu. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir ánægju sinni með að enginn væri lengur að tala um afskipti Rússa af kosningunum 2016. „Guði sé lof. Enginn er að saka okkur um afskipti af kosningum í Bandaríkjunum lengur. Nú eru þeir að ásaka Úkraínu,“ sagði Pútín á ráðstefnu í Moskvu í gær, samkvæmt NBC News.Vladimir Pútín, forseti Rússlands, fagnar því að Bandaríkjamenn séu hættir að tala um afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016.AP/Alexander ZemlianichenkoVarðandi meintar áhyggjur Trump af spillingu í Úkraínu má einnig benda á það að Trump-liðar hafa ekki getað beint á eitt tilvik þar sem Trump á að hafa barist gegn spillingu þar í landi. Þar að auki sagði Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, í vitnisburði síunum að í tvö skipti sem Trump ræddi við Zelensky í síma hafi undirbúnings skjöl hans fyrir símtalið innihaldið glósur um að hann ætti að ræða við forsetan úkraínska um spillingu. Hann hafi þó ekki gert það.Washington Post sagði líka frá því í byrjun mánaðarins að þegar Trump fundaði með embættismönnum frá Úkraínu í maí hafi hann engan áhuga haft á því að ræða við þá um spillingu né nokkuð annað en það að Úkraínumenn hafi reynt að „taka hann niður“.Aðstoðarmenn Trump og ráðherra funduðu með Trump skömmu áður og reyndu að sannfæra hann um að Zelensky væri af öðru meiði. Hann væri mikilvægur bandamaður og hefði mikinn áhuga á því að gera koma á endurbótum í Úkraínu. „Þetta er hræðilegt, spillt fólk,“ sagði Trump þó. „Við skildum þetta ekki,“ sagði einn háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu við Washington Post. Sá sagði forsetann hafa verið hugfanginn af samsæriskenningunni varðandi afskipti Úkraínu af kosningunum. „Hann hataði Úkraínu.“Rannsóknir sem byggja á samsæriskenningum Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33
Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15
Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30