Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2019 21:15 Minnispunktar Trump. Vísir/Getty Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag hafa vakið athygli, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um minnisblaðið þar sem sjá má skrifað með stórum stöfum setningar á borð við„Ég vil ekkert“, „ég vildi ekki greiða fyrir greiða“ og „þetta er lokaorðið frá forseta Bandaríkjanna“.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi studdist Trump mikið við minnisblaðið er hann ávarpaði fréttamenn þar sem hann ítrekaði að hann hafi ekki „viljað neitt“ frá Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu.WATCH: President Trump insists he wanted “nothing” from Ukraine while reading handwritten notes on the White House lawn to reporters nearly an hour later than his scheduled departure for Texas. https://t.co/SXx66YPhpD#ImpeachmentPBSpic.twitter.com/AwLZV0apgs — PBS NewsHour (@NewsHour) November 20, 2019 Trump hefur verið sakaður um að hafa beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti. Þannig myndi Úkraína ekki fá hundruð milljóna dollara aðstoð frá Bandaríkjunum nema yfirvöld þar í landi myndu hefja rannsóknirnar sem Trump vildi fá í gang. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016. Demókratar í fulltrúadeildinni vilja meina að með þessari bón um „greiða fyrir greiða“ (e. quid pro quo) hafi Trump framið embættisbrot sem geti varðað sviptingu embættis. Hafa Demókratar rannsakað hin meintu brot, snýst rannsóknin að miklu leyti um símtal Trump og Selenskí, þar sem Trump hefur verið sagður hafa farið fram á að fá greiða á móti greiða frá Úkraínuforseta.Minnispunktarnir voru á nokkrum blaðsíðum.Vísir/GettyTalið er að vitnisburður Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, um málið muni koma sér illa fyrir Trump. Sondland kom í dag fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar. Í máli hans kom fram að hann og Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja rannsóknirnar tvær, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. Þegar Trump ávarpaði fréttamenn, vopnaður minnisblaðinu, var hann að svara vitnisburði Sondland. Sagði hann meðal annars að hann þekkti Sondland ekki vel, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi styrkt innsetningarathöfn forsetans með framlagi upp á eina milljón dollara, um 120 milljónir króna. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag hafa vakið athygli, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um minnisblaðið þar sem sjá má skrifað með stórum stöfum setningar á borð við„Ég vil ekkert“, „ég vildi ekki greiða fyrir greiða“ og „þetta er lokaorðið frá forseta Bandaríkjanna“.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi studdist Trump mikið við minnisblaðið er hann ávarpaði fréttamenn þar sem hann ítrekaði að hann hafi ekki „viljað neitt“ frá Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu.WATCH: President Trump insists he wanted “nothing” from Ukraine while reading handwritten notes on the White House lawn to reporters nearly an hour later than his scheduled departure for Texas. https://t.co/SXx66YPhpD#ImpeachmentPBSpic.twitter.com/AwLZV0apgs — PBS NewsHour (@NewsHour) November 20, 2019 Trump hefur verið sakaður um að hafa beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti. Þannig myndi Úkraína ekki fá hundruð milljóna dollara aðstoð frá Bandaríkjunum nema yfirvöld þar í landi myndu hefja rannsóknirnar sem Trump vildi fá í gang. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016. Demókratar í fulltrúadeildinni vilja meina að með þessari bón um „greiða fyrir greiða“ (e. quid pro quo) hafi Trump framið embættisbrot sem geti varðað sviptingu embættis. Hafa Demókratar rannsakað hin meintu brot, snýst rannsóknin að miklu leyti um símtal Trump og Selenskí, þar sem Trump hefur verið sagður hafa farið fram á að fá greiða á móti greiða frá Úkraínuforseta.Minnispunktarnir voru á nokkrum blaðsíðum.Vísir/GettyTalið er að vitnisburður Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, um málið muni koma sér illa fyrir Trump. Sondland kom í dag fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar. Í máli hans kom fram að hann og Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja rannsóknirnar tvær, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. Þegar Trump ávarpaði fréttamenn, vopnaður minnisblaðinu, var hann að svara vitnisburði Sondland. Sagði hann meðal annars að hann þekkti Sondland ekki vel, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi styrkt innsetningarathöfn forsetans með framlagi upp á eina milljón dollara, um 120 milljónir króna.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30