Sjáðu þrennur Serge Gnabry og Georginio Wijnaldum Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 22:45 Wijnaldum fagnar þrennunni. vísir/getty Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00