Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 17:33 Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá segja samtökin að þau hafi vakið athygli á málinu við RÚV fyrir rúmu ári en stjórnarformaður RÚV hafi hafnað ósk um fund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Skýrsla ríkisendurskoðanda um RÚV ehf. kom út í dag. Þar kemur fram að RÚV hafi ekki stofnað dótturfélög um annan rekstur en fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um.Sjá einnig: RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Í kafla um viðbrögð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er tekið undir þau sjónarmið sem Ríkisendurskoðandi setur fram að „fylgni við lög sé ekki valkvæð […] Ráðuneytið ætlast til að reglum um aðskilnað bókhalds milli almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar sé fylgt til hins ítrasta.“ Í yfirlýsingu frá SI segir að niðurstöður skýrslunnar staðfesti sjónarmið samtakanna. Þá fagni samtökin afstöðu Lilju Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra til málsins, sem hvetji stjórn RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að SI hafi fyrir rúmu ári sent stjórn RÚV bréf þess efnis að RÚV bæri að stofna og reka dótturfélög utan um samkeppnisrekstur sinn. Samtökin hafi jafnframt vakið athygli stjórnar RÚV á því að núverandi skipulag félagsins væri í beinni andstöðu við lagaákvæði. „[…] og að það væri skylda stjórnar RÚV, að viðlagðri ábyrgð, að sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins væri jafnan í réttu og góðu horfi.“ Samtökin hafi þá óskað eftir að stjórn RÚV kæmi starfseminni þegar í stað í lögmætt horf með því að setja allan samkeppnisrekstur í dótturfélag. Stjórnarformaður RÚV, Kári Jónasson, hafi þó hafnað ósk um fund. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá segja samtökin að þau hafi vakið athygli á málinu við RÚV fyrir rúmu ári en stjórnarformaður RÚV hafi hafnað ósk um fund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Skýrsla ríkisendurskoðanda um RÚV ehf. kom út í dag. Þar kemur fram að RÚV hafi ekki stofnað dótturfélög um annan rekstur en fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um.Sjá einnig: RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Í kafla um viðbrögð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er tekið undir þau sjónarmið sem Ríkisendurskoðandi setur fram að „fylgni við lög sé ekki valkvæð […] Ráðuneytið ætlast til að reglum um aðskilnað bókhalds milli almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar sé fylgt til hins ítrasta.“ Í yfirlýsingu frá SI segir að niðurstöður skýrslunnar staðfesti sjónarmið samtakanna. Þá fagni samtökin afstöðu Lilju Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra til málsins, sem hvetji stjórn RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að SI hafi fyrir rúmu ári sent stjórn RÚV bréf þess efnis að RÚV bæri að stofna og reka dótturfélög utan um samkeppnisrekstur sinn. Samtökin hafi jafnframt vakið athygli stjórnar RÚV á því að núverandi skipulag félagsins væri í beinni andstöðu við lagaákvæði. „[…] og að það væri skylda stjórnar RÚV, að viðlagðri ábyrgð, að sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins væri jafnan í réttu og góðu horfi.“ Samtökin hafi þá óskað eftir að stjórn RÚV kæmi starfseminni þegar í stað í lögmætt horf með því að setja allan samkeppnisrekstur í dótturfélag. Stjórnarformaður RÚV, Kári Jónasson, hafi þó hafnað ósk um fund.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28