Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 12:38 Dóra Björt Guðjónsdóttir vonar að hægt verði að fá úr því skorið hvernig túlka beri reglugerð sem Vinnueftirlitið ber fyrir sig. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. Borgin hafi vandað til verka við ákvörðun sína og meðal annars fengið heimild frá Vinnueftirlitinu fyrir breytingunni á sínum tíma. Hún segir fyrirmæli eftirlitsins því óskýr og vonar að hægt verði að fá úr þessu skorið, enda sé viðkvæmt að vera gerð afturreka með mannréttindamál sem þetta. Reglugerðin sem Vinnueftirlitið vísaði til í athugasemd sinni er frá árinu 1995 og því komin til ára sinna að sögn Dóru, ekki síst í ljósi nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Dóra bendir á að í umræddri reglugerð sé ekki kveðið sérstaklega á um merkingar á salernum, aðeins að salerni fyrir kynin séu aðgreind þegar vinnustaðir ná ákveðinni stærð. Sjá einnig: Borginni gert að kynjamerkja klósett„Þessi salerni sem um ræðir eru öll einstaklingssalerni,“ segir Dóra og bætir við að eftir umleitan mannréttindaráðsins hafi borist svar frá Vinnueftirlitinu þess efnis „að svo lengi sem við uppfyllum lágmarksfjölda salerna, fyrir hvort kyn, sem snýst frekar um fjölda salernanna frekar en merkingarnar, þá sé í lagi að ráðast í þessar breytingar,“ segir Dóra. Því næst hafi starfsmaður Vinnueftirlitins verið fenginn á fund ráðsins til þess að það væri „yfir allan vafa hafinn að það megi ráðast í þessa breytingu.“ Þessi starfsmaður Vinnueftirlitsins hafi verið mjög skýr í sínum svörum að sögn Dóru, sem segir ráðið hafa þráspurt hann til að hafa þessi mál á hreinu: Að Reykjavíkurborg væri heimilt að hafa salernin ókyngreind - í ljósi þess að vinnustaðurinn uppfyllti kröfur um fjölda salerna, sem öll voru einstaklingssalerni sem fyrr segir.Vinnueftirlitið gerði athugasemdir við kynjamerkingar borgarinnar eftir athugun á skrifstofum Reykavíkurborgar í Borgartúni.Vísir/DaníelVont að fá mannréttindavernd í bakið „Við vildum tryggja að þetta væri algjörlega á hreinu því það er mjög viðkvæmt mál að vera gerð afturreka með aukna mannréttindavernd fyrir þá hópa sem um ræðir,“ segir Dóra og vísar þar til kynsegin fólks - fólk sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjatvíhyggjukerfi. Þessi hópur verði fyrir ýmis konar aðkasti og hindrunum í samfélaginu og segir Dóra að það hafi ekki síst verið þess vegna sem mannréttindaráðið hafi vandað sig við afgreiðslu málsins. „Okkur er mjög í mun um að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar, að húsnæði borgarinnar og að Reykjavíkurborg sem vinnustað.“ Reykjavíkurborg sé mannréttindaborg og setji þessi mál því á oddinn. Dóra segir að staðan sem upp er komin eftir nýjustu tilmæli Vinnueftirlitsins sé því flókin. Borgin hafi nú bæði fengið staðfestingu á því salernin þurfi ekki að vera kynjamerkt - en einnig kröfu um að þau verði kynjamerkt. „Það er því ekki alveg skýrt hvorum fyrirmælunum við eigum að fylgja.“ Í því ljósi hafi borgin sent andmælabréf fyrir nokkrum vikum, þar sem reifuð voru sjónarmið Reykjavíkurborgar og aðdragandi þess að kynjamerkingarnar voru fjarlægðar. „Við viljum gjarnan að þau [hjá Vinnueftirlitinu] fari betur yfir þetta til þess að fá úr þessu skorið. Það er viðkvæmt fyrir ákveðna hópa að við séum gerð afturreka með aukna mannréttindavernd,“ segir Dóra.Dóra ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Borgarstjórn Hinsegin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. Borgin hafi vandað til verka við ákvörðun sína og meðal annars fengið heimild frá Vinnueftirlitinu fyrir breytingunni á sínum tíma. Hún segir fyrirmæli eftirlitsins því óskýr og vonar að hægt verði að fá úr þessu skorið, enda sé viðkvæmt að vera gerð afturreka með mannréttindamál sem þetta. Reglugerðin sem Vinnueftirlitið vísaði til í athugasemd sinni er frá árinu 1995 og því komin til ára sinna að sögn Dóru, ekki síst í ljósi nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Dóra bendir á að í umræddri reglugerð sé ekki kveðið sérstaklega á um merkingar á salernum, aðeins að salerni fyrir kynin séu aðgreind þegar vinnustaðir ná ákveðinni stærð. Sjá einnig: Borginni gert að kynjamerkja klósett„Þessi salerni sem um ræðir eru öll einstaklingssalerni,“ segir Dóra og bætir við að eftir umleitan mannréttindaráðsins hafi borist svar frá Vinnueftirlitinu þess efnis „að svo lengi sem við uppfyllum lágmarksfjölda salerna, fyrir hvort kyn, sem snýst frekar um fjölda salernanna frekar en merkingarnar, þá sé í lagi að ráðast í þessar breytingar,“ segir Dóra. Því næst hafi starfsmaður Vinnueftirlitins verið fenginn á fund ráðsins til þess að það væri „yfir allan vafa hafinn að það megi ráðast í þessa breytingu.“ Þessi starfsmaður Vinnueftirlitsins hafi verið mjög skýr í sínum svörum að sögn Dóru, sem segir ráðið hafa þráspurt hann til að hafa þessi mál á hreinu: Að Reykjavíkurborg væri heimilt að hafa salernin ókyngreind - í ljósi þess að vinnustaðurinn uppfyllti kröfur um fjölda salerna, sem öll voru einstaklingssalerni sem fyrr segir.Vinnueftirlitið gerði athugasemdir við kynjamerkingar borgarinnar eftir athugun á skrifstofum Reykavíkurborgar í Borgartúni.Vísir/DaníelVont að fá mannréttindavernd í bakið „Við vildum tryggja að þetta væri algjörlega á hreinu því það er mjög viðkvæmt mál að vera gerð afturreka með aukna mannréttindavernd fyrir þá hópa sem um ræðir,“ segir Dóra og vísar þar til kynsegin fólks - fólk sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjatvíhyggjukerfi. Þessi hópur verði fyrir ýmis konar aðkasti og hindrunum í samfélaginu og segir Dóra að það hafi ekki síst verið þess vegna sem mannréttindaráðið hafi vandað sig við afgreiðslu málsins. „Okkur er mjög í mun um að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar, að húsnæði borgarinnar og að Reykjavíkurborg sem vinnustað.“ Reykjavíkurborg sé mannréttindaborg og setji þessi mál því á oddinn. Dóra segir að staðan sem upp er komin eftir nýjustu tilmæli Vinnueftirlitsins sé því flókin. Borgin hafi nú bæði fengið staðfestingu á því salernin þurfi ekki að vera kynjamerkt - en einnig kröfu um að þau verði kynjamerkt. „Það er því ekki alveg skýrt hvorum fyrirmælunum við eigum að fylgja.“ Í því ljósi hafi borgin sent andmælabréf fyrir nokkrum vikum, þar sem reifuð voru sjónarmið Reykjavíkurborgar og aðdragandi þess að kynjamerkingarnar voru fjarlægðar. „Við viljum gjarnan að þau [hjá Vinnueftirlitinu] fari betur yfir þetta til þess að fá úr þessu skorið. Það er viðkvæmt fyrir ákveðna hópa að við séum gerð afturreka með aukna mannréttindavernd,“ segir Dóra.Dóra ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag.
Borgarstjórn Hinsegin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24