Anda léttar eftir dóm Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Héraðsdómur hafði áður staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra. Fréttablaðið/ernir Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira