Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2019 20:15 Séð yfir Vík í Mýrdal. Reynisfjallsgöng þýða að hringvegurinn færist suður fyrir byggðina. Stöð 2/Einar Árnason. Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29