Stofna samtök veikra og aldraðra: „Kerfið er mafía“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 20:00 Stofnfundur samtaka um aldraða og veika var haldinn í Langholtskirkju í dag. visir/einar Fyrir nokkrum mánuðum var Facebooksíðan „Verndum veika og aldraða“ stofnuð og eru nú þrettán hundruð í hópnum. Eftir miklar umræður þar og reynslusögur var ákveðið að stofna samtök. „Kerfið er mafía. Það er rosalega erfitt bákn og fólk er í því að rekast á,“ segir Berglind Berghreinsdóttir, einn stofnenda samtakanna.Berglind Berghreinsdóttir er einn stofnenda samtakanna.„Við erum að gera það sem okkur finnst vanta í kerfið. Við viljum bæta við og hjálpa meira, aðeins meira á persónulegum nótum, vera aðeins nánari. Við ætlum að grípa boltana sem detta niður.“ Bæði sjúklingar og aðstandendur eru í hópnum. Sjúklinga sem vantar bakland til að styðja sig í læknisheimsóknum og fá þjónustu -og aðstandendur sem eru úrvinda við að leita lausna fyrir ástvini. „Fólk sem er komið með nóg af þessu kerfi og vill fá hjálp. Vill sjá eitthvað gerast. Því þetta þarf ekki að vera svona. Kerfið þarf ekki að vera svona. Við getum ekki gert allt en okkur langar að vera leiðbeinandi hópur,“ segir Berglind sem þurfti sjálf að berjast fyrir því að faðir henni fái viðeigandi þjónustu. „Pabbi minn dó úr alzheimer og ég sá ýmislegt sem er þó alls ekki það versta. Eftir að ég opnaði þessa síðu hef ég lært svo mikið. Mín reynsla er bara dropi í hafið.“ Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum var Facebooksíðan „Verndum veika og aldraða“ stofnuð og eru nú þrettán hundruð í hópnum. Eftir miklar umræður þar og reynslusögur var ákveðið að stofna samtök. „Kerfið er mafía. Það er rosalega erfitt bákn og fólk er í því að rekast á,“ segir Berglind Berghreinsdóttir, einn stofnenda samtakanna.Berglind Berghreinsdóttir er einn stofnenda samtakanna.„Við erum að gera það sem okkur finnst vanta í kerfið. Við viljum bæta við og hjálpa meira, aðeins meira á persónulegum nótum, vera aðeins nánari. Við ætlum að grípa boltana sem detta niður.“ Bæði sjúklingar og aðstandendur eru í hópnum. Sjúklinga sem vantar bakland til að styðja sig í læknisheimsóknum og fá þjónustu -og aðstandendur sem eru úrvinda við að leita lausna fyrir ástvini. „Fólk sem er komið með nóg af þessu kerfi og vill fá hjálp. Vill sjá eitthvað gerast. Því þetta þarf ekki að vera svona. Kerfið þarf ekki að vera svona. Við getum ekki gert allt en okkur langar að vera leiðbeinandi hópur,“ segir Berglind sem þurfti sjálf að berjast fyrir því að faðir henni fái viðeigandi þjónustu. „Pabbi minn dó úr alzheimer og ég sá ýmislegt sem er þó alls ekki það versta. Eftir að ég opnaði þessa síðu hef ég lært svo mikið. Mín reynsla er bara dropi í hafið.“
Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira