Skoðar hvort hann muni stefna Vigdísi Ari Brynjólfsson skrifar 30. nóvember 2019 08:30 Lögmaður Arons Levís sendi kröfubréf á Vigdísi. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðastliðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrirhugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæðaveiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúlismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórnsýslunni. Hún var með Dag B. Eggertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15 Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðastliðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrirhugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæðaveiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúlismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórnsýslunni. Hún var með Dag B. Eggertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15 Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15
Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30